Sunnudagur, 9. mars 2008
Fólk
Ég er að nota google analytics til að fá smá tölfræði yfir þetta blogg mitt. Þar sé ég m.a. hvaðan síðan er heimsótt. Frá hvaða löndum.
Það minnir mann á, sér í lagi á þessum tímum internetsins, hvað heimurinn er lítill. Sá sem skoðaði bloggið mitt í mósambík eða á tælandi gæti allt eins verið gaurinn á hæðinni fyrir ofan, eða húsfrú í næsta húsi.
Hvenær ætlar mannskepnan að fatta það að þrátt fyrir að við séum svo mismunandi, mannfólkið, erum við öll meira og minna eins. Hví ætti mér ekki að þykja jafn vænt um hirðingjann í Zimbabwe eins og manninn sem afgreiðir mig í 10-11?
Hvaða máli skiptir hve trú fólks er? Mér þykir alveg jafn vænt um vini mína hvort heldur þeir aðhyllist þungarokki eða finnist sushi gott. None of my business. Hví ætti mér ekki að vera jafn sama um hvort þeir trúi á þetta guðið eða hitt, eða ekkert?
Ég hef, á netinu, kynnst allskyns fólki. Fólki sem býr hinum megin á plánetunni sem og fólki sem býr í sama bæjarhluta og ég. Mismunandi menning og siðir, en...allt eru það fólk með þessar sömu tilfinningar. Það elskar. Það langar. Það þráir.
Ég hef kynnst fólki hvers heimilisvenjur eru ólíkar mínum eigin. Ég hef hitt íslendinga sem tala svo óskýrt að vart skiljast. Margt af því gott fólk samt sem áður. Er eitthvað öðruvísi með hirðingjann í Zimbabwe?
Athugasemdir
... eins og talað frá mínu hjarta... mikið væri heimurinn betri ef menn virtu skoðanir og lífstíl annarra... bara að slaka á og leyfa öðrum að njóta sín eins og þeir eru... það er nú ekki flóknara en það...
Brattur, 9.3.2008 kl. 13:05
Heyrðu...þetta var æðisleg lesning!! Mikið væri nú gott ef við hugsuðum svona! Bara halla okkur aftur og njóta þess að horfa á fólk njóta sín!
Heiða B. Heiðars, 9.3.2008 kl. 13:48
Þú ert náttúrulega bara brilljant Boxer góður.. Svona leynir þú á þér - danglar í kjöt og fleira, spit í lófann og dýrkar flotta bobbinga en svo ertu bara hinn flottasti rómantíkus og sannarlega með hjartað á réttum stað. Reyndar kom þetta ekki á óvart, búinn að sjá í gegnum töffarafrontinn og sá að þar var gull af manni! Vantar miklu fleiri eintök af svona fallega hugsandi liði í heiminn. Love all and respect all. Knús á þig kaddl..
Tiger, 9.3.2008 kl. 14:50
Það er svolítið til í þessu hjá þér ...
Gísli Hjálmar , 9.3.2008 kl. 20:45
Hjartans gullið mitt hér er þér best lýst! Þykist vera mikill fjasari, en ég held að þú sért sú mannvera af öllum sem ég hef kynnst sem átt hvað verst með að segja svo mikið sem eitt orð neikvætt um náungann. Þú ert mín fyrirmynd hvað þetta varðar Brjánsi minn. Megi englarnir vera með þér!
Ása (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 22:29
hverjar eru líkurnar á að maður frá Zimbabwe spili á ukulele?
mói 101 (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 00:56
Frábær færsla. Takk
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.3.2008 kl. 00:59
ef mér er ekki alveg farið að förlast, heitir sá er kallar sig 'moi 101' Bjarki og mun vera mói allsherjar.
Brjánn Guðjónsson, 11.3.2008 kl. 01:24
Hurru já takk fyrir það :)
geri þetta bara hér í tölvunni heima í stofunni þegar allir eru sofnaði ( lame I know) en takk takk :)
http://maspace.com/ingahenriksen var að setja inn nýtt lag
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.