Moldarkofatölfræði

Ég er víst ekki fullkominn, frekar en aðrir. Merkilegt nokk. Stundum stend ég mig að því að pirrast og stuðast.

Núna yfir heimskulegu væli 'kerlinga', af báðum kynjum, sem halda hvorki vatni né vindi yfir því að það hafi gerst um helgina að einungis útlendingar hafi gist fangageymslur lögreglunnar. Eins og það eigi eitthvað að sanna. Hvað eru margir útlendingar í landinu? Einhverjar þúsundir. Einhver prósent af hausatölu landsmanna. Svo gerist það, í fyrsta sinn, að einungis útlendingar gista fangageymslurnan einhverja nóttina. Hvað eru margar nætunar sem enginn útlendingur gistir þær, eða að hlutfall þeirra sé lægra en hlutfall útlendingar af íbúum þessa lands. Það eru talsvert meiri líkur til að allir fangar yfir nótt séu útlendingar en að fá fimm rétta í lottóinu. Þó hefur það ekki gerst fyrr. A.m.k. ekki verið flutt frétt af því fyrr. Það þarf ekki mikla tölfræðiþekkingu til að sjá í gegn um svona moldarkofatal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband