Hugleiðingar

Ég var að spökúlera.

Hverri manneskju er hollt að geta sett sig í spor náungans. Þannig má öðlast betri skilning á viðhorfum og hugsanahætti hans. Hér á blogginu eru allra handa tegundir bloggara, bloggandi um jafn mismunandi málefni. Þó eru tvær tegundir sem mér þykja skera sig frá öðrum. Bergmálsbloggarar og fílabeinsturnabloggarar. Þ.e.a.s. þeir sem blogga í formi endursagðra frétta og þeir sem hafa í frammi blammeringar sem ekki má gera athugasemdir við.

Ég hef verið að hugleiða að prófa að setja mig í þeirra spor. Það held ég sé þó ekki auðvelt. Ég held ég fari auðveldlega með blammeringarnar, enda fjasari af guðs náð. Hitt tel ég mun erfiðara, að endursegja kannski allt að 5 - 10 fréttir á dag. Skrifa 50 línur af texta, en segja þó ekki neitt. Það er hægara sagt en gert og líklega yrði ég að taka mér frí frá vinnu á meðan.

Ég ætla aðeins á fund með loftinu og melta málið í nokkra daga.

 

p.s.

Ég verð að hrósa Hagkaupum í Smáralind. Þeir hafa tvöfaldað speglafjöldann í herradeildinni, úr einum í tvo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Ójú, svo sammála því að maður þarf að skoða nágrannan vel og setja sig í hans crap til að skilja og virða hann betur, þannig séð auðvitað! Mikið til í því að það sé okkur hollt að setja okkur í spor náungans.

Ég gruna að ég sé bara hvorki fílabeins- né bergmáls bloggari. Ég er svona frekar rakið bull og þvælu bloggari. Einhver sem bloggar um nákvæmlega allt og ekki neitt. En ótrúlega skemmtileg flóran sem hérna á Moggabloggi sést. Ég gruna nú að þú myndir fara létt með að blogga á hvaða hátt sem er - enda myndir þú bara boxa þig í gegnum það sem ekki myndi láta vel að stjórn. Góða nótt og góða helgi framundan kæri boxer..

Tiger, 4.4.2008 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband