Klikkaðar hugmyndir

Nú er ég maður sem forðast óþarfa hreyfingu eins og heitann eldinn. Hef reyndar aldrei þurft að hafa áhyggjur af aukakílóum hingað til (7, 9, 13) þótt hreyfing geti susum alveg verið ágæt, sem slík. Ég gekk reyndar talsvert áður fyrr. Gekk í og úr vinnu, hálftíma hvora leið. Svo fékk ég mér bíl og hefur rassgatið náð að gróa við hann síðan.

Það var, fyrr í vetur, að mér brá stórlega. Ég stóð sjálfan mig að því að leiða hugan að því að prófa ræktina. Já, ég þurfti að setjast niður og taka um ennið! Ég var reyndar nýbúinn að sjá eitthvað líkamsræktar-eitthvað í sjónvarpi, svo líklega hefur það komið inn hjá mér þessari afleitu hugmynd.

Í gærkvöldi gerðist svipað atvik. Reyndar ekki hægt að kenna sjónvarpi um það, sem er öllu verra. Upp úr þurru fékk ég þá flugu í höfuðið að fá mér hjól og fara að hjóla í og úr vinnu. Þar sem ég er 45 til 50 mínútur að ganga leiðina til og frá vinnu nenni ég því ekki. Ég hef prófað það tvisvar eða þrisvar. Ég yrði þó líklega ekki lengur en korter að hjóla. Alvarlegi hluti málsins er þó sá að núna, 12 tímum seinna, er ég enn með hugmyndina í kollinum. Blush

Ég held ég reyni að innbyrða nægt majónes í hádeginu og sjá hvort renni ekki af mér klikkunin Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ekki mikill líkamsræktarfrömuður og veit varla hvernig svoleiðis fyrirbrigði lítur út.  Mun gáfulegra að stunda eðlilega hreyfingu og mér finnst flott hjá þér að hjóla í vinnuna.  Vonandi drepur helv.. majónesið ekki hugmyndina í fæðingu.

Go man

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2008 kl. 11:52

2 identicon

Mit mottó er: No pain, no pain :)

DoctorE (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:12

3 identicon

HAHAHHAHAHA  LOL Brjánn að hreyfa sig!!!!

Heyrðu gamli, manstu ekki eftir skiltinu sem að við gáfum þér einu sinni í afmælisgjöf????    "þegar ég finn þörf fyrir að hreyfa mig þá legst útaf og bíð eftir að hún líði hjá!"   þetta á svo vel við þig og þess vegna gáfum við þér það!  næst þegar þú færð svona vitleysu í kollinn, leggstu þá útaf og fá þér öl.  þú ert líka það garannur (horaður) að þú yrðir ekki að neinu, það er annað en við vinir þínir, við þurfum allir að hreyfa okkur, við erum allir komnir með góðan maga vöðva, ekkert sixpac rugl, bara með einn STÓRAN og góðan magavöðva.

Steini tuð (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:22

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Mér tókst, blessunarlega, að slá aðeins á þetta. Með hæfilegu magni dýrafitu tókst mér að koma heilastarfseminni í jafnvægi. Til að tryggja betur að jafnvægi haldist fram yfir helgina, verður farið á Stælinn á eftir. Hvar potatóið er vel til þess fallið að ausa upp í sig kokteilsósunni.

Brjánn Guðjónsson, 4.4.2008 kl. 16:19

5 Smámynd: Halla Rut

Nú er nú aldeilis veðrið til að hjóla. Good luck.

Halla Rut , 4.4.2008 kl. 18:41

6 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Ég er né ekki að reyna að vera vondur við þig en ég á einn félaga sem var búinn að vera tágrannur allt sitt líf og það án þessa að fella einn svita dropa í ræktinni. Síðast þegar ég heimsótti hann þá hafði ég ekki séð hann í nokkra mánuði og ég sver það að hann var kominn 8 mánuði á leið. Þá sagði hann mér að hann hefði bara vaknað upp einn daginn og þarna var kominn þessi myndar ýstra. Hann er enda orðinn soldið aldraður eða 36 ára Ertu ekki enn bara 25???

FLÓTTAMAÐURINN, 4.4.2008 kl. 23:35

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

passar. verð 25 í haust

hann hefur þá vaknað upp einn daginn, eftir nokkurra mánaða bjórfyllerí

bjórinn orsakar einmitt svona meðgönguvömb.

Brjánn Guðjónsson, 4.4.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband