Forsjárlausir feður og opinber aftanítaka

Úr fílabeinsturninum #7

Ég var að lesa færslu hjá bloggvinkonu. Þegar svona mál ber á góma finn ég reiðina ólga innra með mér. Sjálfur hef ég, sem betur fer, ekki þurft að standa í svona umgengnismálum. Nóg er nú samt.

Ég hef verið að fást við Sýslumanninn í Reykjavík og í framhaldinu Dómsmálaráðuneytið, vegna meðlagsúrskurðar. Ráðuneytið staðfesti úrskurð sýslumanns og bætir einni fjöður í þann hatt hvað varðar brot á stjórnsýslulögum. Þar sem málið mun næst fara til umboðsmanns Alþingis, ætla ég að bíða með nána útlistun. Hinsvegar þykir mér blasa við, í öllu þessu ferli, að a.m.k. 11. grein stjórnsýslulaga (Jafnræðisreglan) hafi verið brotin. Einnig tel ég að 12. greinin (Meðalhófsreglan) hafi verið brotin, sem og 13. greinin (Andmælaréttur).

Hvernig?

Konan fékk í hendur greinargerðirnar mínar til sýslumanns, sem og kæruna til ráðuneytisins, áður en úrskurðir féllu. Ég fékk aldrei að sjá neitt frá henni, hvorki upphaflegu úrskurðarbeiðnina né greinargerðir. Þetta tel ég kláarlega brot á 11. greininni.

Aldrei var gerð einasta tilraun til að sjá aðra leið en úrskurð, þrátt fyrir að það hafi verið viðurkennt að ég væri þá og þegar að standa undir mínum skyldum samkvæmt Barnalögum. Þetta tel ég brot á 12. greininni.

Úrskurður ráðuneytisins en annarsvegar byggður á launatöfluútreikningum, þrátt fyrir að efni kærunnar snerist ekki um það. Hinsvegar það sem ég tel brot er að einnig er byggt á órökstuddum fullyrðingum konunnar, sem n.b. hafði undir höndum texta kærunnar, án þess að mér hafi gefist tækifæri að bera hönd fyrir höfuð mér og andmæla. Enda fékk ég aldrei að sjá greinargerðir hennar. Þetta er alveg skýlaust brot á 13. greininni.

Hér má sjá Stjórnsýslulögin.

 

Athugið. Í þetta sinn er ofangreint algerlega frá eigin hjarta og endurspeglar skoðanir mínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband