Landbúnaðarfangelsið

Úr fílabeinsturninum #8

Landbúnaðarráðherra bloggar um útflutning lambakjöts, tollaívilnanir og annað gums.

Hann segir: „Ég hef engin áform uppi um að ganga hraðar fram í lækkun tolla en alþjóðlegar skuldbindingar munu krefjast, nema gagnkvæmar tollaívilnanir fáist í staðinn til að styrkja útflutningsmöguleika landbúnaðarins í breyttum heimi.“

Nú ætla ég ekki að falla í sama pytt og sumir, að fullyrða neitt um gæði íslensks lambakjöts. Hvort það er best í heimi eða ekki. Ég segi bara að það er djöfulli gott kjöt og örugglega með því betra sem finnst.

Gengi Ísland í Evrópusambandið væri greið leið fyrir bændur þessa lands að selja hágæða afurðir sínar, eins og lambakjöt, til Evrópu fyrir gott verð. Ekkert tollavesen. Þá losnuðu þeir úr þessu styrkjakerfi hér sem heldur þeim föngnum.

Reyndar mætti alveg lappa upp á þetta átjándualdarkerfi hér sem bændur þurfa að búa við. Gersamlega tjóðraðir við ríkið í formi styrkja og niðurgreiðslna, hægri og vinstri, án þess að ganga í Evrópusambandið.

Málið er, sem hvorki landbúnaðarráðherra né aðrir virðast skilja, að um leið og maður múrar aðra úti múrar maður sjálfan sig inni.

 

 

Athugið. Ofangreint eru skoðanir fílabeinsturnspersónuleika míns og þarf ekki endilega að endurspegla skoðanir mínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband