Laugardagur, 12. apríl 2008
Aftur til fjastíðar
Úff, nú hef ég afplánað þessa viku í fílabeinsturninum. Það er ekki alveg að virka fyrir mig. Ég gæti aldrei gerst vinstri grænn bloggari. Ég vil heldur fá fídbakk. Nú get ég fjasað smá fram yfir helgi, er ég gerist bergmálsmaður mikill. Þó með opið fyrir athugasemdir auðvitað.
Var að koma í hús. Tók leigubíl neðan úr bæ. Ég held honum hafi tekist að brjóta flestar umferðarreglur á leiðinni. Ók á 60 þar sem hámarkshraði var 30, a.m.k. í tveimur götum. Ók af ytri akrein inn á innri, í hringtorg og út á þá ytri (hægri) aftur. Ók Miklubrautina á 110, þar sem er 80Km hámarkshraði. Var ekki með öryggisbelti. Eiginlega var það eina sem hann virti voru umferðarljósin. Hann ók ekki yfir á rauðu. Ðadds itt.
Gott að vera kominn úr afplánun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.