Laugardagur, 12. apríl 2008
Hljómgæði RUV
Hef verið að horfa á útsendingu RUV á söngvakeppni framhaldsskólanna. Ég ætla ekki að tjá mig um gæði þess efnis sem þar er flutt. Sumt gott. Sumt slæmt. Samt alltaf gaman að heyra hvað æskan er að bralla.
Það sem ég er að hugsa um er, hvers vegna hljóðið er bara plein steríó, en ekki Dolby 5.1 eða 7.1 kóðað. Nú eru flest heimabíó landsmanna Dolby 5.1 eða 7.1 samhæfð. Förum ekki út í THX eða aðra staðla sem þessi kerfi styðja einnig.
Mér finnst skrýtið að árið 2008 sé ég að hlusta á útsendingu úr sal, með áhorfendum, án þess að fá meiri vídd í hljóminn er bara tvær rásir.
Ég veit að NICAM, sem er staðall sem RUV notar til kóðunar hljóðs sem sent er út, styður bara tvær rásir (hægri og vinstri). Hvað með það efni sem ekki er sent á öldum ljósvakans? Eins og það sem sent er gegn um Skjáinn. Yfir ADSL Símans.
Athugasemdir
SPDIF coax tengið á ADSL afruglara Símans skilar PCM 48KHz stereo merki inn á heimabíó magnarann minn. Þetta segir okkur að flutningsleiðin ræður við Dolby 5.1 en einhverra hluta er aðeins notað stafrænt stereo á öllum rásum. Trúlega til að spara bandvídd.
Finnur Hrafn Jónsson, 13.4.2008 kl. 10:23
nákvæmlega, en útsenda merkið er þó bara plain old stereo.
Brjánn Guðjónsson, 13.4.2008 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.