Er rétt að flytja inn kjöt?

Bergmálað úr borunni #18

Fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gagnrýnir núverandi landbúnaðarráðherra harðlega fyrir að ætla að leyfa innflutning á holdi dauðra dýra, eins og hann kallar það. Þykir honum það ekki verjandi að láta ódýra erlenda framleiðslu flæða hér inn á markaðinn og skapa hér verðlagsóvissu. Telur hann að slík skyndileg lækkun verðs á kjöti muni skapa geggjun hjá þjóðinni og atvinnulíf muni fara úr skorðum því enginn mæti til vinnu meðan allir hamstri í Bónus. Bændur og búalið muni drepast úr hor þar sem þeir kunni ekki að bregðast við þessu, ss með að auka útflutning. Þeir hafi aldrei verið í þesslags aðstæðum fyrr og þurfi aðlögunartíma. Einnig telur fv. landbúnaðarráðherra að sjúkdómahætta muni fylgja þessu ódýra innflutta kjöti. Hætta á mun óvandaðri og ódýrari sjúkdómum en nú þekkist.

Sitjandi landbúnaðarráðherra vísar þessu á bug. Þjóðin hafi nýverið sýnt að hún geti höndlað „tiltölulega þokkalega“ skyndilega verðlækkun í Bónus, án þess að valda sér miklum skaða. Eins hafi bændur sýnt að þeir geti vissulega, með smá aðstoð, tekist á við hvers kyns mótbyr. Einnig bendir ráðherra á að innflutt majónes hafi aldrei átt roð í Gunnars majónes og innfluttar grænar baunir komist ekki í hálfkvisti við ORA grænar. Eins megi benda á vinsældir íslenskrar kexframleiðslu. Hvað varði sjúkdóma, segist ráðherra ekki skilja þann ótta. Íslenskar kýr og kindur muni hvort eð er aldrei leggja sér þetta innflutta kjöt til munns, þar sem þær eru jurtaætur.


mbl.is Segir landbúnaði og neytendum kunni að vera ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aukið frjálsræði hvað varðar innflutning/útflutning á kjöti á að geta gagnast íslendingum. Með því að markaðssetja íslenska kjötvöru sem hreint íslenskt kjöt og auka tryggð íslendinga við innheimskar vörur á að vera hægt að draga úr eftirspurn eftir erlendum kjötvörum. Samtímis oppnast möguleiki á auknum útflutningi íslenskra afurða sem hægt á að vera að markaðssetja sem gæðakjötvöru lausa við hina ýmsu sjúkdóma sem annars geta fundist í landbúnaðarvörum frá EB löndunum.

Hannes Jonsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband