Greinileg vísbending

Bergmálað úr borunni #19

Eins og flestir hafa orðið varir við, hefur skæður flensufaraldur geysað hérlendis um nokkurra vikna skeið. Um er að ræða þrjá stofna inflúensu; influensus standardis sem er sú sem kemur á hverju ári, influensus stundumis kemur ekki árlega en af og til, að lokum er það hin skæða influensus terribilis. Sú síðastnefnda stakk sér niður hér um miðjan febrúar.

Landlæknir segir erfitt að segja til með nákvæmni um útbreiðslu og þróun flensufaraldra. Helst megi styðjast við fjölda sjúkrahúsainnlagna til að mæla þróunina og síðan á hvaða sjúkrahús innlagnir verða, til að sjá útbreiðsluna. Eins geri embættið út 'agenta' hér og þar í atvinnulífinu sem afli upplýsinga um fjölda veikindatilkynninga starfsfólks. Þó séu þær tölur ekki nægilega nákvæmar. Sérstaklega ekki á mánudögum.

„Þó er ein greinileg vísbending um að flensan sé nú í rénun“ segir landlæknir. „Hún Ragnheiður Ragnarsdóttir, húsfreyja á Ytri Brekku, verður eiginlega aldrei veik. Nú hinsvegar fékk hún flensuna, en er búin að ná sér. Það er greinilegt merki þegar Ranka gamla hefur náð sér.“ segir landlæknir að lokum.


mbl.is Flensufaraldur hefur náð hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband