Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Góð reynsla af Grímseyjarferjunni
Bergmálað úr borunni #20
Í morgun voru opnuð, hjá Ríkiskauðum, tilboð í nýja Vestmannaeyjaferju. Tvö tilboð bárust. Frá Samskeytum hf og Vinnubúðum Vestmannaeyja. Tilboði Samskeyta var hins vegar vísað frá. Ekki hefur fengist uppgefið hver ástæða frávísunarinnar er, en heimildir Bergmálstíðinda herma að Samskeyti hafi verið alltof lágir og framkvæmdin þótt of praktísk og einföld.
Tilboð Samskeyta hljóðaði upp á splunkunýtt skip með öllum nýjustu og flottustu græjum og þægindum. Kostnaðurinn hljóðaði upp á fimm og hálfan milljarð.
Tilboð Vinnubúða Vestmannaeyja hljóðar upp á tólf milljarða. Þar er gert ráð fyrir að keypt verði 40 ára gamalt skip frá Úsbekistan, sem sett var í úreldingu þar ytra fyrir tveimur árum. Þá sé fyrirhugað að flytja það til Malaví og gera upp. Síðan verði því siglt hingað þar sem unnið verði við endurvinnu og breytingum á fyrri lagfæringu.
Bergmálstíðindi náðu tali af Bóasi Hallfreðssyni, talsmanni Vinnubúða Vestmannaeyja.
Það er ekki nokkur spurning að okkar tilboð var mun betra segir Bóas. Við erum að fá þetta fína Sovéska skip. Það að skipið er nú þegar í úreldingu gefur okkur færi á að fá það á mun betri kjörum en ella. Svo mun vinnan við það hér heima skapa fjölmörg störf. Við viljum byggja á góðri reynslu með Grímseyjarferjuna. segir Bóas að lokum.
Ekki náðist í forstjóra Ríkiskauða.
Tilboð upp á tólf til sextán milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.