Sandskatan

Samtök hagsmunaaðila að hagsmunasamtökum, sandskatan, var stofnuð í gærkvöldi.

Eins og áður hefur komið fram er megin tilgangur samtakanna að standa vörð um hagsmuni flautþeytinga og fyrirþvælista. Þar sem hefð er fyrir í íslensku samfélagi að kenna [eigin]hagsmunasamtök við sjávardýr, sbr kolkrabbann og smokkfiskinn, þótt við hæfi að kenna samtökin við sandskötuna.

Jón Geir Gunnarsson, formaður samtakanna segir undirbúning stofnunarinnar hafa gengið framar vonum. „Eins og með öll svona hagsmunasamtök, er lykilatriði að telja almenningi trú um að hans hagsmunir ráði för“ segir Jón. „Við gerðum nokkur tékk um daginn, þar sem við lulluðum um bæinn og flautuðum. Fólk var sko alveg að kaupa að við værum að mótmæla einhverju fyrir þess hönd“ segir Jón einnig.

Það verður gaman að fylgjast með vexti sandskötunnar í framtíðinni og hvort hún haldi velli í ólgusjó atvinnulífsins, nú þegar bæði kolkrabbinn og smokkfiskurinn hafa verið étnir.


mbl.is Bílstjórar stofnuðu hagsmunasamtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband