Maraþoni slegið á frest

Ég hafði, fyrir helgi, gefið út yfirlýsingu um komandi þemaviku. Maraþonblogg. Þar nefndi ég sérstaklega bloggara sem mér þótti verðugur keppinautur og hugðist etja kappi við. Nú hefur hinsvegar sá hinn sami tilkynnt að hann ætli að draga bloggárar sínar í bát og draga úr bloggskrifum sínum. Hvort heldur er um tilviljun að ræða eða viðkomandi hafi haft veður af verðandi keppinaut, veit ég ekki. Hinsvegar er ljóst að mér líður eins og tekinn hafi verið frá mér glæpurinn, gulrótin fjarlægð, sundlaugin tæmd, ...

Allavega, þá hef ég ákveða að fresta maraþonblogginu um sinn a.m.k. og halda mig við gamla fjasið, sem og ritsjórn Bergmálstíðinda, um hríð.

Lifið heil, vel virðingarfyllt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

líklega er það rétt hjá þér, þegar mælt er í magni

Brjánn Guðjónsson, 25.4.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband