Fjas og fíflaskapur

Jæja, þá er sigið á seinni hluta helgarinnar og ég ekki búinn að fjasa neitt. Mig óar satt að segja yfir þessari eilífu jákvæðni. Nú finn ég innra með mér einhverja þörf fyrir gott fjas og ætla að reyna að finna þeirri þörf farveg, hér og nú. Ekki búinn að fá úr'onum allt of lengi, fjasbrunninum mínum allt svo. Cool Voruði að hugsa eitthvað annað?

Best að smíða smá kaffi fyrst.....

Ég þarf eiginlega að hafa mig allan fram, þessa dagana, til að verða mér úti um gremju og alvöru þörf fyrir fjas. Helgin búin að vera alveg sallafín. Hún hófst á því ég hitti æskuvinkonu mína, sem ég hélt jörðin hefði bara gleypt á sínum tíma. Það var svona eins og hitta aftur löngu týnda systur. Síðan er ég bara búinn að hafa það drullufínt með krökkunum mínum.

Vorum að koma úr bíó. Þau völdu myndina. Superhero movie. Ég var alveg að ná að koma mér upp þessum fínu fyrirframskoðunum um myndina. Hélt þetta væri einhver 'raunveruleg' ofurhetjumynd sem ég gæti kannski dottað yfir, en annað kom á daginn. Þetta reyndist vera eðal prumpubrandaramynd a'la Leslie Nielsen. Enda lék hann hlutverk í myndinni. Þó ekki aðalhlutverkið. Bíóferðin var hinn mesta skemmtun og sá gamli (eh..ég Blush) hló sko ekki minna en hinar gelgjurnar í salnum. Nauðsynlegt að hleypa út litla strákpjakknum í sér og hlæja að svona vitleysu. Eini gallinn hvað myndin var stutt, í aftari endann.

Við fórum í Háskólabíó. Eftir að hafa keypt miðana, á 'aðeins' 650 krónur per haus, tókum við okkur vitanlega stöðu framan við nammisöluna. Ákveðið var að úða í sig vel sykruðum gosdrykkjum, poppkorni og síðast en alls ekki síst...natchos með ostasósu. Rétt í þann mund er röðin kom að mér kom strákurinn minn til mín og sagðist hafa heyrt að sósan væri köld. Þegar röðin kom síðan að mér spurði ég stúlkuna sem afgreiddi hvort rétt væri að sósan væri köld. Hún svarar því játandi. Ég spur hvenær hún verði orðin heit. „Örugglega í hlénu" segir hún. „Í hlénu, alveg eins og síðast?" hvæsti ég á hana til baka. Við sonurinn fórum nefnilega fyrir þremur vikum eða svo í þetta sama bíó. Þá hafði greinilega enginn haft rænu á að kveikja á sósuhitaranum fyrr en allt of seint, rétt eins og nú. Það skal enginn segja mér að starfsfólkið mæti ekki fyrr en fimm mínútum fyrir opnun miðasölunnar. Er ekki rétt að koma inn í próptókollinn þarna að byrja að hita sósuna í tæka tíð. Kannski bara byrja á því áður en farið er í að poppa, fyrst hún er svona lengi að hitna.

Kannski mér takist að gera þetta bara að þráhyggju hjá mér, að fylgjast með sósumálum Háskólabíós? Mig dauðvantar þráhyggjur þessa dagana, eftir að mér fór að vera sama um speglamálin í Hagkaupum, Smáralind.

Meira kaffi...

Kaffið smakkast prýðilega, án þess þó að hafa neinn fínan stimpil. Líklega ræktað af þrælum einhvers lénsherrans og flutt til evrópu, gegn um danmörku. Markaðsett sem dönsk eðalframleiðsla, eins og sykurinn. GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband