Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Hræsni blog.is
Ég hef verið hér á blogginu í einhverja mánuði. Það er fyrst og fremst gaman. Gaman að blogga. Aldrei komist í elítuna, þeirra sem fá sín blog birt feitletruð með stórum myndum.
Ég hélt lengi vel að elítan væri bundin við þá sem ættu vinælutsu bloggin, en hef komist að öðru.
Elítan byggist á þeim er moggamönnum finnst 'hæfa'
Vinsældir telja ekki, enda hefur mitt blog verið ofar í vinsældum en eftirfarandi.
Um málefnaleika og fjölbreytileika skal ég ekki segja, aðrir dæma um það. Allavega tala ég ekki út í eitt um gyðinga.
Hér er bréf sem postdoc.blog.is fékk sent frá umsjónarmönnum blog.is, og gef ég mér sem forsendu að postdoc sé ekki bullukollur, þrátt fyrir að hafa svívirt látinn föður minn fyrr í vetur, í athugasemd á minni síðu.
Málið var að hann, postdoc var settur úr elítunni, í annann flokk. Hann mótmælti og fékk þetta svarbréf;
Sæll vertu Vilhjálmur.
Vitanlega færðu góð svör, eða í það minnsta eins góð og ég get skaffað.
Fyrst smá upplýsingar um hvernig vali er háttað í Umræðuna á blog.is:
Starfsmenn blog.is velja inn í umræðuna þá bloggara sem þeim finnst skrifa ört og málefnalega og á góðu máli. Ekkert er hirt um skoðanir viðkomandi, enda skrifar hann undir nafni og stendur hann undir þeim sjálfur. Þú varst valinn inn á sínum tíma vegna þess að þitt sjónarhorn þótti mönnum fróðlegt og færslurnar allar fínar.
Sl. fimmtudag spratt umræða um það hvort meðal "umræðu-bloggara" væru menn með of einsleit blogg, þ.e. væru alltaf að blogga um það sama. (Dæmi um það gæti verið Kristinn Pétursson fiskverkandi frá Bakkafirði sem er mjög uppsigað við kvótakerfið og á það til að blogga ekki um annað löngum stundum.)
Í áðurnefndri umræðu var nafn þitt nefnt og mönnum þótti þú blogga um fátt annað en illsku múslima (nota bene: menn voru ekki að amast við skoðunum þínum, málið snerist um fjölbreytileika umæðunnar). Nú þegar ég sest niður til að skoða blogg þitt sé ég að það er tóm tjara, þ.e. sú staðhæfing að að það sé of einsleitt, og því hefur ég bætt þér á listann að nýju.
Með góðri kveðju,
Sign
Hversvegna er gaur sem talar ekki um annað en gyðinga (gæti verið hvað sem er) og er í 74. sæti, í elítunni meðan ég er það ekki sem er nú í 59. sæti.
Hvaða fávitahagsmunir ráða för hér? Hver er málefnælegur? Þykir moggamönnum ekki málefnalegt að tjá sig um þjóðmál?
Ætli mínu bloggi verði nú lokað?
Athugasemdir
Hinir dimmu ranghalar blogg-undirheima...
Bara Steini, 22.4.2008 kl. 01:26
nebblega, ég er þar
Brjánn Guðjónsson, 22.4.2008 kl. 01:41
Ef ég væri settur á þennann vinsældarlista myndi ég hætta að skrifa á þessar auglýsingasíður.
New York Times: "All the news thats fit to print."
Ólafur Þórðarson, 22.4.2008 kl. 02:01
Hey kæri Boxer... þú ert nátturulega númer eitt - þannig séð. Hraustur og kraftmikill bloggari sem kallar ekki allt ömmu sína - og með vítt og breitt blogg svo ekki er það einsleytt. En þú kemst ekki í elítuna nema borga fyrir - eða vera skyldur bloggráðamönnum, gruna ég... því ekki ertu heldur með skítkast eða leiðindi! Mæli bara með því að við söfnum undirskriftum og mótmælum þessari elítumeðferð sem sumir fá en aðrir ekki... knús á þig kaddlinn minn!
Tiger, 22.4.2008 kl. 04:22
Þessar útskýringar á elítu reglunum eru kjaftæði hjá þeim og stenst ekki nánari skoðun. Stjórnmálamenn og önnur þekkt andlit fá sjálfkrafa þarna inn en minna þekktir eru valdir eftir geðþóttaákvörðunum.
FLÓTTAMAÐURINN, 22.4.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.