Getur Ísland breytt einhverju?

Það er sárt að vita af fólki sem býr við stöðugan ótta við sprengjur og annan viðbjóð. Fólk, eins og við, sem þráir heitast, eins og þú og ég, að búa fjölskyldu sinni öryggi og geta lifað í sátt við náungann. Geta átt áhyggjulaust líf og geta ferðast um án þess að eiga sífellt á hættu að lífið verði murkað úr þeim eða börnunum þeirra.

Ég ætla ekki að tjá mig um ástandið fyrir botni miðjarðarhafs. Hverjar orsakirnar eru eða slíkt. Ástandið er þó þannig að eitthvað verður til bragðs að taka.

Mér þykir Ingibjörg Sólrún hafa stigið hér gott skref. Hvort af friðarumræðum verði hér og hvort þær myndu skila einhverju, veit ég ekki. Hún hefur þó gert það sem í hennar valdi stendur, að bjóða hjálp.

Vonandi að Abbas sem og Ísraelsmenn þiggi þetta boð og geri hvað þeir geta til að enda þetta brjálæði sem þarna ríkir.


mbl.is Friðarfundur á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband