Heppinn!

Þrjú hundruð þúsund til milljón! Sá er heppinn að hafa ekki framið alvarlegri glæp en þennan. T.d. að hafa framið meiðyrði gegn bissnissmanni. Þá værum við að tala um tugi milljóna.

Minnir mig á auglýsinguna...

Hann svívirti 'bara' sex börn og slapp með skrekkinn. Heppinn.


mbl.is Braut gegn sex ungum stúlkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt! Bölvað dómskerfið brýtur á þessum stúlkum aftur! Hvað er að í þessu landi? Hvað er í gangi þegar að smákrimmar fá hærri dóma en sálarmorðingjar?  

Linda (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:57

2 identicon

Nákvæmlega!!!!

Þetta er til háborinna skammar og sýnir forgangsröðunina í þessu dómskerfi okkar.

Gullý (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:01

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sammála ykkur. er ekki nóg að téður viðbjóður hafi brotið á þeim. er nauðsynlegt að dómsvaldið, fyrir hönd þjóðarinnar geri það líka?

Brjánn Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 20:09

4 identicon

Æi, hvað get ég sagt? Finnst þetta alltaf jafn dapurlegt, þarna er um að ræða 6 börn, alvarleg brot og hvað .....Hef í vinnunni minni hitt mörg fórnarlömb kynferðisofbeldis.... 300.000 til milljón hvernig er reiknað?

Til háborinnar skammar og hvað getur maður sagt!

Hef setið fyrir framan unga konu sem fékk einhverja hundraðþúsundkalla í miskabætur fyrir alvarleg kynferðisbrot sem framin voru gegn henni, Hún spurði mig fyrir hvað þessir þúsund kallar væru!

Ég átti ekkert svar frekar en nú...

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:10

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er svo sammála þér Guðbjörg. égn er bara að benda á hræsnina í dómskerfinu

Brjánn Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 22:24

6 identicon

Ef að dómar myndu þyngjast "drastically" alltíeinu t.d. einn dómur væri kveðinn upp í janúar - 4 ár og síðan annað svipað mál í febrúar og sá aðili fengi 10 ár þá myndi það valda óstöðugleika í kerfinu.

Dómar eru að þyngjast og breytingar taka tíma. Ég er sátt. Það má alltaf halda því fram að þetta sé of vægt en miðað við þróunina þá hef ég ekkert út á þetta að setja.

Tek það fram að ég er ekki að réttlæta gjörðir aðilans eða segja að þær séu ekki alvarlegar en þegar kemur að kynferðisbrotum erum VIÐ að kveða upp ÞYNGSTU dómana miðað við þau dómskerfi sem við miðum okkur við.

Við verðum að gera okkur grein fyrir að dómskerfið er að miklum hluta byggt á dönskum rétti. Við miðum okkur við skandínavísku dómskerfin EKKI því bandaríska (sem betur fer) og ég held að þið þurfið að átta ykkur á að við erum með þyngstu dómana í þessum brotum í skandinavíu og þeir eru enn að þyngjast. Á heildina litið er dómskerfið okkar mjög gott. Við erum ekki að bera okkur saman við USA eða UK heldur skandinavíu.

En nóg af röfli...gleðilegt sumar

Tjásan (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:55

7 identicon

Ómægod, við viljum ekki óstöðugleika í kerfinu sem að annars vinnur á móti þolendum! Það má ekki. Betra að horfa framhjá staðreyndir og vorkenna útdauðu og ónýtu kerfi. Veistu hvað það tekur yfirhöfuð til að fá svona mál í gegn?

Já Tjása, nóg af þessu röfli. Til hamingju með að vera sátt, en mér er slett sama hvernig þú hefur það. Hugur minn er hjá þessum börnum. Þarna voru þolendurnir 6, en eins og í flestum svona málum þá er dómurinn einungis að dæma í málum þar sem hægt er að sanna, og eins og við vitum er sönnunarbyrðin mikil. Það mætti því ætla að það væru fleiri börn sem þessi maður hafi misnotað.

Já, breytingar taka tíma, en hversu langan? 16 ár? 20? Að dæma mann í 4 ár fyrir gróf brot gegn börnum er niðurlæging fyrir börnin og almenning. Það mun taka þessi börn áraraðir að vinna úr þessu. Það fangelsi sem þær lifa í vegna ákvarðanna þessa manns er lífstíðarfangelsi. Hann er laus eftir einhverja mánuði.

Linda (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 06:56

8 identicon

og thad sem verra er, er ad nokkrar ákaerur gegn thessum manni komust ekki i gegn af thvi ad thad var of langt sidan thad gerdist

Vicky (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband