Húsmæðratíðindi á krossgötum

Það er ekki laust við að sprengju hafi verið varpað í íslenskt samfélag í dag, þegar tilkynnt var að nýr ritstjóri Húsmæðratíðinda hafi verið ráðinn.

Húsmæðratíðindi hafa liðna áratugi þótt eitt merkasta dagblað hér á landi og þótt stimpill um sannleiksgildi frétta.

Herborg Hreiðarsdóttir hefur stýrt Húsmæðratíðindum frá upphafi, eða í ein 53 ár. Hún hefur þótt hafa sýnt fádæma stefnufestu og áræðni. Ekki síst á sjöunda áratugnum er íslenskar húsmæður börðust hvað harðast fyrir að fá fatasnið í íslensk blöð, hafandi þurft að leita til Bo bedre og Femina til þess. 

Nú ber til tíðiðinda. Herborg mun um næstu mánaðamót stíga niður úr stól ritstjóra og Guðfinna Garðarsdóttir mun taka við ritstjórn blaðsins.

Í viðtali við Bergmálstíðindi segir Guðfinna að megin stefnu Húsmæðratíðinda verði haldið til streitu, enda hafi blaðið tryggt sig í áranna rás. Helstu áherslubreytingarnar verði á þá vegu að meira verði tekið fyrir af borðbúnaði, án þess þó að fatasnið verði tekin út.

„Silfurstellið er ekki síður mikilvægt en dúkarnir“ segir Guðfinna. „Eins þykir mér rétt að koma að fleiri uppskriftum, góðum ráðum við þvotta, sem og öðrum kvennamálum“ segir Guðfinna að lokum.

Bergmálstíðindi vilja óska Guðfinnu velfarnaðar í komandi starfi.


mbl.is Nýr ritstjóri hlakkar til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góður! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:26

2 identicon

hehe

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:50

3 identicon

Náðst hafa góðir auglýsingasamningar við Húsmæðratíðindi, og munu þar í framtíðinni birtast reglulega auglýsingar um stöðu mála í velferðarkerfinu þ.e. ef það finnst!

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband