Eldfim matvæli eru varasöm

Það var ekki laust við að heimilisfólkið að Hagamel 5 hafi brugðið, snemma í morgun. Um það leiti er fólk var að rísa úr rekkju hvað við mikil sprenging í eldhúsinu. Er betur var að gáð sást hvar ísskápur heimilisins hafði sprungið í frumeindir sínar. Rannsóknardeild lögreglu og skoðunarmenn tryggingafélags fjölskyldunnar hafa verið að störfum í allan morgun, frá klukkan átta.

„Við höfum fundið vísbendingar sem verða að teljast nokkuð líkleg skýring sprengingarinnar“ segir Bergur Agnarsson, fulltrúi í rannsóknardeild lögreglunnar. „Svo virðist sem rúllupylsa og púðursykur hafi verið geymd hættulega nálægt hvoru öðru. Síðan var chillisósa þar fyrir ofan“ bætir Bergur við. „Saltpétursgufur frá rúllupylsunni virðast hafa náð að blandast púðursykrinum. Þá þarf ekki nema dropa af chillisósu til að kveikja.“

„Líklega nær tryggingin yfir tjónið“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, skoðunarmaður tryggingafélagsins. „Smáa letur heimilistækjatryggingarinnar skilgreinir undantekninguna of þröngt. Undantekningin tekur einungis á Tabasco sósu, en umrædd chillisósa mun hafa verið af annari gerð.“


mbl.is Ísskápurinn sprakk í tætlur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

þessi ískápur var í boði OSAMA BIN LADEN

Brynjar Jóhannsson, 26.4.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband