Mánudagur, 28. apríl 2008
Gas-mann í sviðsljósinu
Eins og flestum er kunnugt hefur Gas-mann verið í sviðsljósinu undanfarið. Hver er Gas-mann? Blaðamaður Bergmálstíðinda hitti hann, í myndatöku með hljómsveit sinni, um helgina.
Ég er bara gúddí gæi svarar Gas-mann, spurningu Bergmálstíðinda. Eins og áður segir hefur Gas-mann verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Gas-mann starfar sem lögregluþjónn, en hefur þann aukastarfa að skemmta landanum.
Já, ég er að skemmta, milli þess sem ég sinni löggæslustarfinu segir Gas-mann. Aðspurður hvort auðvelt sé að samræma þessi tvö störf. Það getur verið pínu strembið stundum. Sérstaklega þar sem lögreglustarfið er vaktavinna. Ég á hinsvegar svo eðal vinnufélaga að það hefur aldrei verið vandamál að svissa vöktum, ef þannig stendur á bætir Gas-mann við. Þetta er miklu meira gaman, en erfitt. Gasalega gaman segir Gas-mann, sposkur á svip.
Rétt aðferð við beitingu piparúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
satt segirðu. hinir vígbúnu biðu fyrir aftan
Brjánn Guðjónsson, 28.4.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.