Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Öflug 12 spora samtök
það er ekki ofsögum sagt að sprenging hafi orðið í starfi 12 spora samtakanna Al-Qaida. Haft er eftir Afgani Suranami, talsmanni samtakanna í Pakistan, að þar í landi hafi fundasókn fimmfaldast á jafnmörgum árum.
Sprenging á vel við segir Suranami.
Al-Qaida eru systursamtök Al-Anon og annarra 12 spora samtaka sem starfrækt eru um allan heim. Elstu 12 spora samtökin eru AA. Þau voru stofnuð of félögunum Bill og Ted, árið 1935. Í upphafi nefndust samtökin Excellent journey, en heiti samtakanna var síðar breytt í AA þar sem hátt heimsmarkaðsverð á bréfsefni, í kreppunni, gerði stutt heiti hagstæðara.
Al-Qaida samtökin að eflast samkvæmt nýrri skýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
12.
Við fundum að sá árangur sem náðist með hjálp Allah, Uzi og AK-47, var andleg sprenging og þess vegna reyndum við að flytja öðrum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum með ótta og ofbeldi.
Al - CIAda
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 16:48
hehehe
Brjánn Guðjónsson, 30.4.2008 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.