Sest í hinn helga stein

Það mun verða mikið um dýrðir þegar Bjarni Búason búálfur mun setjast í hinn helga stein við Álfhólsveg í Kópavogi, síðar í dag.

Bjarni, sem á ættir að rekja í steininn, hefur alla sína tíð búið meðal manna.

„Móðir mín, í kví kví, fluttist brott úr steininum ung að aldri“ segir Bjarni. „Hún var í ástandinu. Það vita ekki allir að álfamær stóðu ekki síður í því en mennskar konur, enda fylgdu hermönnunum margir álfar.“

Móðurfjölskylda Bjarna mun taka á móti honum. Móðir hans lést fyrir fimmtán árum. Faðir Bjarna, sem var Bandarískur garðálfur, lést árið 1979. Föðurfjölskylda hans átti ekki heimangengt í dag.

„Nú er ég orðinn gamall og langar að eyða ævikvöldinu meðal míns álfafólks“ segir Bjarni að lokum.


mbl.is Bjarni sest í helgan stein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í kasti hérna.  Arg, hvað það er gott að hlægja.

Gleðilegan baráttudag verkalýðsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2008 kl. 12:15

2 identicon

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband