Föstudagur, 2. maí 2008
Umgengni við börnin okkar
Öfund er vond tilfinning og ef hún bærir á sér drep ég hana í fæðingu. Hún er niðurdrepandi og innanétandi viðbjóður, sem eitrar allt í kring um sig.
Það að sjá gott í fari annarra eða að hrífast að tækifærum eða lífsháttum annarra þarf ekki endilega að brjótast út í formi öfundar. Til er nokkuð sem heitir að samgleðjast.
Ég samgleðst t.d. vini mínum sem á þess kost að vera með stráknum sínum oftar en bara aðra hverja helgi. Ég veit að það styrkir ekki bara samband hans við strákinn, heldur ekki síður samband stráksins við föður sinn. Það er þeim báðum til góðs að eiga náið og ástríkt samband. Ég öfunda hann ekki en ég er fullur þakklætis að vinur minn eigi þennan kost. Segir líklega mikið um mannkosti barnsmóður hans, sem gæti, hefði hún vilja til, takmarkað aðgang hans að syni sínum og aðgang sonarins að föður sínum. Ég veit að hann tekur tímann með stráknum sínum fram yfir allt annað.
Sem betur fer fyrirfinnst heilbrigt hugsandi fólk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.