Laugardagur, 3. maí 2008
Á dauða mínum átti ég von
Ekki hélt ég mig myndi lifa þann dag að heyra Guðna Ágústsson tala á þennan veg.
Ég veit ekki hvort það þýði að engum skyldi óvarnað eða hvort ég sé bara svona djöfulli hrokafullir sjálfur. Líklega seinna atriðið. Þá hef ég verið svo uppfullur af hroka að ég taldi Guðna síðasta manninn að tala á þennan veg. Ég mun því hér með draga til baka allt tal um Guðna og nátttröll. Ég tek hér með ofan fyrir honum.
Hvort heldur menn eru hlynntir aðild að hinu eða þessu, eða ekki, ber að ræða málin af alvöru og án þess að vera í skotgröfum. Þorgerður Katrín stóð upp, sem og Björn. Nú hefur sjálfur Guðni staðið upp úr skotgröfunum. Nú fer eitthvað að gerast.
Það verður gaman að fylgjast með hinum skemmtilega bloggvini mínum Bjarna Harðar, sem kallar ekki allt ömmu sína í evrópumálum.
Nú er gaman.
Þarf að breyta stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.