Þriðjudagur, 6. maí 2008
Aldarafmæli embættissetu borgarstjóra
Í dag eru liðin 100 ár síðan borgarstjórinn í Reykjavík tók við embætti. Í tilefni þess stendur Reykjavíkurborg fyrir hátíðardagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, klukkan 15, þar sem borgarstjóri sjálfur mun flytja tölu. Talan sú mun vera gyllt tala af fyrsta embætisfrakka hans. Sú eina sem varðveist hefur.
Á hátíðardagskránni koma m.a. fram Kvenna- og Karlakórar Reykjavíkur, Tríó Reykjavíkur og Lúðrasveit Reykjavíkur. Leikfélag Reykjavíkur mun flytja einþáttunginn Ég man þá tíð, eða ekki eftir Reykjavíkurskáldið Ólaf Friðrik. Kvenfélag Reykjavíkur mun sjá um kaffisölu.
![]() |
Aldarafmæli embættis borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætlar Borgarstjóri að tala? Enn eina ferðina?
Segi svona.
Góða skemmtun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.