Aldarafmæli embættissetu borgarstjóra

Í dag eru liðin 100 ár síðan borgarstjórinn í Reykjavík tók við embætti. Í tilefni þess stendur Reykjavíkurborg fyrir hátíðardagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, klukkan 15, þar sem borgarstjóri sjálfur mun flytja tölu. Talan sú mun vera gyllt tala af fyrsta embætisfrakka hans. Sú eina sem varðveist hefur.

Á hátíðardagskránni koma m.a. fram Kvenna- og Karlakórar Reykjavíkur, Tríó Reykjavíkur og Lúðrasveit Reykjavíkur. Leikfélag Reykjavíkur mun flytja einþáttunginn „Ég man þá tíð, eða ekki“ eftir Reykjavíkurskáldið Ólaf Friðrik. Kvenfélag Reykjavíkur mun sjá um kaffisölu.


mbl.is Aldarafmæli embættis borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætlar Borgarstjóri að tala?  Enn eina ferðina?

Segi svona.

Góða skemmtun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband