Þriðjudagur, 6. maí 2008
Húðgötun
Maðurinn hefur skreytt sig á ýmsan máta, frá aldaöðli. Hvort heldur er að gata á sér líkamann, sprauta í hann bleki og fleira mætti nefna.
Nú hefur færst í vöxt, á vesturlöndum, að fólk láti gata sig víðar en bara í eyrum, eins og áður tíðkaðist einna helst. Ég man þegar ég var pjakkur og eldri systkyn mín voru á gelgjunni, að þá var tískufyrirbrigði að fá sér lokk í nef, eða eyra. Ég man t.d. eftir bróður mínum og vinum hans að gera sjálfir göt í eyrun. Einhverjum árum síðar, þegar ég var sjálfur bullandi gelgja fengu strákar á mínu reki sér gjarnan eyrnalokk(a). Þetta var á árunum eftir 1980.
Ætli ég hafi ekki verið 13 ára þegar ég gerði gat í eyrað á mér og ári síðar lét ég skjóta annað gat í sama eyra. Árið þar á eftir gerði ég 3ja gatið, en lét það gróa aftur þar sem það lá óþægilega nálægt brjóski og var sárt að hafa í því lokk. Þegar ég var svo líklega 19 ára lét ég skjóta gat í hitt eyrað.
Í dag sér maður fólk með göt á ólíklegustu stöðum þótt suma staði sjái maður reyndar ekki
Það skiptir vissulega máli að gæta fyllsta hreinlætis. Ekki síst meðan sárið er að jafna sig. Þá hljóta göt í munni að vera sérlega viðkvæm.
Ég held samt að hin týpísku göt í eyrnasneplum séu yfirleitt tiltölulega meinlaus. Börnin mín bæði hafa fengið göt í eyrun, en ég er þó ekki viss um að ég legði blessun mína yfir að þau fengju sér göt hvar sem er.
Húðgötun veldur áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi karl á myndinni virkar ekkert óskaplega hamingjusamur. Mér dettur helst í hug að hann sé að reyna að fela sig á bakvið glingrið. En augun segja manni ýmislegt og ekki er hægt að gata þau...... held ég.
Anna Einarsdóttir, 6.5.2008 kl. 20:44
líklega ekki. þó held ég hann sé með vonleysissvipinn því hann kemst ekki gegn um vopnaleitina á flugvellinum
Brjánn Guðjónsson, 6.5.2008 kl. 21:12
Mér leiðist að þurfa að segja þér þetta, Anna, en það er víst hægt að gata augun...
Prófaðu bara að leita að eyeball+piercing á google myndaleit, ef þú þorir! ;D
Að vísu (sem betur fer) er það ekki augnsteinninn sjálfur en nógu nálægt samt!
Annars er gæinn frekar svona sorglegur á svipinn, þetta hlýtur að vera orðið þungt allt þetta glingur!
Ellý, 7.5.2008 kl. 05:12
Hvað gerist ef hann fær nefrennsli ekki gott að sníta sér..... Sjálf með á eyrnasnepplum, eitt í nefi og á litla flipanum næstum inn í eyranu...... Langar í naflann og tunguna, bara til að prófa..... Hef samt séð svona gert í tungu og á ekki eftir að láta verða af því..... Bara ógeð.......
Ég er sammála því að þetta er einhverskonar feluleikur sálarinnar að líta út eins og gaukurinn á myndinni.......
Helga Dóra, 7.5.2008 kl. 10:54
sjitt googlaði eyeball piersing... Nei, takk ekki fyrir mig.....
Helga Dóra, 7.5.2008 kl. 10:56
Ég var alger sjóræningi á þessu sviði í den, gerði sjálfur einmitt nokkur göt með stoppinál í eyrun og var meira segja með hálskeðjur í lokkum þar. Reyndar er það allt horfið núna nema hvað ég leyfði mér að halda einu gati sem þó er lokkalaust. Tattoo er ég náttúrulega með, enda sjóræningi með meiru - en það eru þó ekki nema 3 stykki og öll þannig staðsett að ég get "falið" þau með klæðaburði. Algerlega sammála því að það þarf að sýna mjög mikinn þrifnað í kringum svona lagað. Knús á þig ljúfi Boxer og eigðu ljúfan dag!
Tiger, 7.5.2008 kl. 14:32
Ætli vesalings maðurinn sé ekki svona dapurlegur af því hann gerir sér grein fyrir hvað hann er ógeðslegur - gjörsamlega búinn að eyðileggja á sér ásjónuna.
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.5.2008 kl. 15:17
Lára, þú ert með þroska á við 12 ára krakki frá þessu svari að dæma
ólöf (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 20:05
Úff sammála Láru
þetta er nú alls ekki fallegt og vona það minn kæri fjasari að þetta sé ekki útlit sem að þú ert að pæla í þessa dagana:) hehe
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 22:26
nei ætli ég láti ekki gömlu góðu lokkana duga, enda kominn á gamalsaldur
Brjánn Guðjónsson, 8.5.2008 kl. 10:38
Góðan daginn. Langaði aðeins að commenta herna.
Ég er með 3 göt, var með 4. 3 í munni, þ.e.a.s labret, sem er lip piercing.
Var með í nefi.
Göt í munni taka langt stystan tíma að gróa. Hefuru eitthvern tíma bitið þig í tunguna? Hálftíma seinna finnur þú varla fyrir því.
En málið með öryggishliðið á flugvellinum.
Flestir lokkar, ef ekki allir, þá sérstaklega byrjunarlokkar eru læknastál, sem þýðir að það bilast ekki allt á flugvellinum. Sama efni og stálbitar í fólki eftir aðgerðir. Getur rétt ýmindað þér ef að fólk er með gat niðri, í því allra heilagasta. "Já, djók, viltu að ég girði niðrum mig?" Ekkert svakalega hentugt.
Plús það að magir eru með plast lokka.
En ég get lofað því að það eru ekki allir að fela sig bakvið svona. Alls ekki.
Ég geri þetta af því að mér finnst þetta flott, bæði göt og húðflúr.
Ég beið eftir að ég yrði lögráða, og ég var svakalega ánægð þegar ég labbaði út af stofuna með gat í nefinu.
Ég er rétt að byrja skal ég ykkur segja, og ekki er ég að reyna að fela mig :)
En þegar kona með gelneglur og strípur kemur til mín og segir "Ég bara hreinlega skil þetta ekki, þú hlýtur að vera eitthvað heft!", þá glotti ég bara. Allir hafa sinn stíl.
Íris Hólm Jónsdóttir, 8.5.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.