Fimmtudagur, 8. maí 2008
Auknar tekjur af lestri Bergmálstíðinda
Í nýrri könnun á tengslum tekna og menntunar fólks, miðað við áhorf, hlustun eða lestur fjölmiðla, má sjá sterk tengst milli tekna og lesturs vefmiðla. Menntun virðist hafa minna að segja, þótt hálærðir spekingar skeri sig úr. Þeir virðast lesa Lögbirtingablaðið, Wikipediu og Google.
Hvað tengst tekna og fjölmiðla áhrærir, kemur fram að því meiri tekjur menn hafi þeim mun meiri lestur Bergmálstíðinda. Þeim mun minni tekjur virðast tengjast minni lestri Bergmálstíðinda, en þeim mun meira áhorfi á danska sjónvarpsþætti RÚV.
Mönnum virðist ekki ljóst orsakasamhengið, en Bergmálstíðindi eru þess full viss að tekjurnar hafi ekki áhrif á lesturinn, heldur öfugt. Því er það lykilatriði fyrir alla þá sem vilja auka tekjur sínar að auka lestur Bergmálstíðinda.
Vel launaðir menntamenn fylgjast með RÚV og mbl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Les les les les.....! Get kannski lesið fyrir eins og einu velferðarkerfi! Les les les les les les................................! Are we there yet!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.