Mánudagur, 12. maí 2008
Er Evrópusambandið hlýrra en íslenskur moldarkofi?
Nú lítur út fyrir að fátt sé til fyrirstöðu að innan fárra ára verði öll ríki fyrrum stríðshrjáðrar Júgóslavíu gengin í Evrópusambandið. Vekur þetta upp spurninguna um hvort Ísland skuli standa utan eða innan téðs sambands.
Jóhann Engilberts, talsmaður Samtaka Evrópusinnaðra íslendinga, segir nú vera vert umhugsunarefni fyrir vora þjóð, hvort hún vilji standa úti í kuldanum eða inni í hlýjunni.
Mófreður Rögnvaldz, talsmaður Félags áhugamanna um alþjóðlega einangrun, vísar orðum Jóhanns á bug. Þeir ættu bara að vita hve hlýtt getur orðið í moldarkofa segir Mófreður. Ekki eru norsarar þarna og samt búa þeir ekki í moldarkofum.
Bergmálstíðindi leituðu álits Bergs Böðvarssonar, sérfræðings í Evrópumálum. Hann tekur undir með Evrópusinnum. Íslendingar eru eins og starfsmaður sem vinnur vinnuna, en þiggur ekki laun segir Bergur. Einnig er ekki rétt að bera okkur saman við norðmenn. Þeir hita trékofana upp með olíunni sinni. Þótt íslendingar búi margir hverjir enn í andlegum moldarkofum, eru þeir þó einungis andlegir.
Stuðningsmenn ESB höfðu betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er algjörlega sammála. Ef Ísland gengur í ESB verður allt miklu betra hérna og ódýrara. Jóhannes í Bónus getur þá ekki lengur okrað á okkur. Tryggingafélögin lækka verðskrá sína. Bílarnir menga minna og íslenskar landbúnaðarvörur munu lækka mörg hundruð prósent í verði!
Svo er ESB líka á móti tollum og styrkjum til landbúnaðar. ESB mun þvinga okkur til að taka upp skynsamlega stefnu í landbúnaði. Ef við göngum í ESB þurfum við ekki að borga virðisaukaskatt af því sem við kaupum. Launin munu líka hækka hjá þeim lægst launuðu sem er eitthvað sem andstæðingar ESB vilja alls ekki!
Var ég búinn að gleyma að segja ykkur frá því að við verðum líka fallegri ef íslenska þjóðin samþykkir inngöngu? Lengi lifi lýðræðið og nýi forsetinn okkar sem við megum ekki kjósa, húrra, húrra, húrra.
Björn Heiðdal, 12.5.2008 kl. 10:51
allt satt og rétt.
Brjánn Guðjónsson, 12.5.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.