Guðbrandur sest á hilluna

Guðbrandur Grapesson, barþjónn, hefur ákveðið að leggja rasskinnar sínar á hilluna.

Guðbrandur, sem um áraraðir hefur starfað sem barþjónn á Skálafelli er fyrir löngu orðinn landsfrægur fyrir þá list að geta kreist sítrónur með rasskinnunum. Enda hafa vinsældir gins í tónik, með sítrónu, vaxið með eindæmum á þeim bar.

„Ég hef nú starfað í þessum bransa í yfir fjörutíu ár“ segir Guðbrandur. „Þegar maður er farinn að nálgast sjötugsaldurinn er ekki laust við að sumir vöðvar muni sinn fífil fegurri. Nú er mál að linni og best að tylla sér á þessa margfrægu hillu.“


mbl.is Brýtur kókoshnetur með vísifingri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í kasti hérna.  ARG.  Ég skellti upp úr.  Bjargar deginum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2008 kl. 10:15

2 Smámynd: Tiger

Hahaha ... hvernig er hægt annað en að liggja í kasti eins og Jenný segir? Stíllinn þinn í skrifum er æðislegur, fyndinn og svo beittur stundum að það hálfa hefði verið hellingur. Ég meira segja er farinn að nota mér fjastæknistíl þinn öðru hvoru minn kæri og þakka fyrir mig hér .. Knús á þig kæri boxer og eigðu yndislega viku framundan.

Tiger, 12.5.2008 kl. 15:21

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér þykir þú segja tíðindin!

Ætli maður muni ekki eftir honum Guðmundi, þessum glaðværa og vingjarnlega manni sem vann þetta á sinn listræna hátt og ævinlega með bros á vör.

En svona er þetta, þeir hverfa þessir gömlu snillingar.

Árni Gunnarsson, 12.5.2008 kl. 16:01

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

takk fyrir það.

Tígri, fjasstíllinn er 'open source' og því öllum frjálst að beita honum að vild

Brjánn Guðjónsson, 12.5.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband