Evrópskir forstjórar á köldum klaka

Það eru erfiðir tímar framundan hjá forstjórum risafyrirtækja innan Evrópusambandsins. Nú hefur Sambandið skilgreint hámarks starfslokagreiðslna. Hvað þýðir þetta í raun fyrir forstjóra í Evrópu.

Bergmálstíðindi báru málið undir Vernharð Eysteinsson, sérfræðing í málefnum forstjóra og stjórnarformanna.

„Þetta er svartur dagur“ segir Vernharður. „Forstjórar, ekki síður en stjórnarformenn, eru yfirleitt í litlum tengslum við raunveruleikann og kunna vart annað en hnýta bindishnúta og eta vínarbrauð. Því er ljóst að forstjóri eða stjórnarformaður sem missir starf sitt er á köldum klaka.“

Bergmálstíðindi spurðu Vernharð í framhaldinu hvort væri rétt að setja á þennan hátt, hátt launaða forstjóra á sama stall og t.d. ræstitækna.

„Það er ljóst að ræstitæknir sem missir vinnuna á mun auðveldara að finna sér annað svipað starf við hæfi. Forstjórar kunna hinsvegar ekki að skúra, hvað þá meir. Það er ekki hlaupið að því fyrir þá að finna sér nýtt starf.“

Aðspurður hvort hann trúi að innan við þúsund evrur dugi til að brauðfæða fimm manna fjölskyldu, segir Vernharður; „Brauðfæða? Ég spyr bara eins og Marie Antonette. Af hverju borðar fólkið ekki kökur?“


mbl.is ESB ræðst til atlögu við ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf samir við sig þarna hjá Bergmálstíðindum

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, öflug og rétthugsandi fréttastofa

Brjánn Guðjónsson, 14.5.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband