Þriðjudagur, 20. maí 2008
Ný Evrópusöngvakeppni
Evrópusöngvakeppnin er nú haldin í fyrsta sinn með nýju sniði. Breytingarnar eru þær að nú er keppt í tveimur undanriðlum og síðan lokakeppni þeirra sem komast upp úr riðlunum. Já og gullkálfanna sem þurfa ekki að taka þátt í undankeppni, sökum fjármagns. Önnur breyting, sem einfaldað hefur keppnina til muna, er að nú flytja allir keppendur sama lagið, en mega velja eigin útsetningu, búninga og tungumál.
Það er t.d. nýlunda að Finnar hafa nú fundið sinn takt í keppninni, sem var þróaður í samvinnu við félag hestamanna í Finnlandi, eftir að hafa einokað botnsætin um margra ára skeið. Nú, sem og undanfarin 2 ár, hafa Finnar haldið sig við gobbeddígobb útfærsluna. Hún virðist skila Finnum að jafnaði 8 stigum meira að meðaltali en gamla útfærslan, sem kennd var við Múmínálfana.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
þú veist brjánn minn að þjóðartónlist finna er rokk. Þeir eru rokkarar í húð og hár og því erfitt að finna listamenn sem ekki spila rokk. Þeir eru langhrifnastir af rokki :)
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 23:21
enda Finnar miklar bjúgnaætur, samanber Åheggiiülaggii bjúgun.
Brjánn Guðjónsson, 21.5.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.