Sýknaður af ákæru fyrir skagfirska sveiflu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir að hafa borið gítar og haft í frammi skagfirska sveiflu á almannafæri.

Dómurinn taldi ekki, að ákæruvaldinu hefði tekist að sanna að maðurinn, sem sætti ákærunni, hefði verið sá sem sveiflaði gítar og söng Látum sönginn hljóma hátt á almannafæri á veitingastaðnum Mímisbar. Maðurinn neitaði sök.

Bann við skagfirskri sveiflu var bundið í lög árið 1997 eftir að rannsóknir höfðu sýnt sterk tengsl milli skagfirskrar sveiflu og heilabilunar, eftir mikla sveiflutíð áranna á undan. Þótt ekki hafi tekist að sýna fram á orsakasambandið, þ.e. hvort væri orsök og hvort væri afleiðing, þótti rétt að taka enga áhættu.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir axarsveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

*LOL*

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.5.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband