Úrslit kunngjörð

Fyrir stundu lauk Evrópsku söngvakeppninni. Sigurvegarinn þetta árið er hinn góðkunni Enrique Iglesias. Britney Spears hafnaði í þriðja sæti.

Íslendingar mega vel við una að hafa náð fjórtánda sæti, eftir að hafa ekki náð neinu sæti um nokkurt skeið og ennfremur í ljósi þess að keppnin er að stórum hluta nágrannakosning. Eins og allir vita er Ísland eyja sem á í raun aðeins tvo nágranna, Grænland og Færeyjar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér skilst að Enrique hafi sungið gamlann slagara eftir Cat Stevens og gert það svona líka vel.

Það er engin hætta á öðru en að hin slavnesku ríki vinni þetta hér eftir, en það er svosem leyfilegt fyrir aðra að láta sig dreyma.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gott er að dreyma og svo er afneitunin alltaf yndisleg.

még fannst áberandi í þessari keppni hve mörg gömul lög voru dregin fram að nýju og endurflutt.

Brjánn Guðjónsson, 24.5.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta var Wild World eftir Cat Stevens í rússneskri loðkápu.

Brjánn... er ekki alltaf verið að hamra á því að allt eigi að endurvinna? Hlýtur það ekki að eiga við tónlist líka? Maður hefði haldið það. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.5.2008 kl. 23:31

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

vissulega, en á landsmót uppfinningamanna þýðir ekki að mæta með gamlar og úreltar uppfinningar.

Brjánn Guðjónsson, 24.5.2008 kl. 23:48

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þarna kom það, Cat Stevens auðvitað. Var að reyna að muna það. Eigum við ekki eitthvað gamalt með Gylfa Ægissyni sem mætti endurnýta?

Emil Hannes Valgeirsson, 25.5.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband