Stóra kleinusamsærið

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í umræðu á Alþingi í kvöld um símhleranir, að engar hleranir hafi farið fram á síma frú Matthildar Berg, eins og ýjað hafi verið að.

Forsaga málsins er sú að frú Matthildur átti miklum vinsældum að fagna fyrir afburða góðar kleinur. Lengi hafi sá kvittur verið á kreiki að sími hennar hafi verið hleraður til að komast yfir uppskriftina. Frú Matthildur hóf sölu kleina árið 1966, en ári síðar hóf Björnsbakarí sölu kleina sem þóttu grunsamlega líkar á bragðið og kleinur frú Matthildar.

Björn Bjarnason vísar þessu á bug og jafnframt þeim sögum að hann tengist Björnsbakaríi á nokkurn hátt. Þótt hann viðurkenni að vera talsvert veikur fyrir kleinum og kaldri mjólk.


mbl.is Dómarar ekki viljalaus verkfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef Björninn hlerar síma

Þá uggðu að þér í tíma

Passaðu að orða allt pent

Og ekkert sem að gæti bent

á kleinupott og hveiti .....

 kleinujárn og feiti 

Anna Einarsdóttir, 28.5.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband