Þriðjudagur, 3. júní 2008
Svindl hjá saumaklúbbum
Neytendasamtök í nokkrum Evrópulöndum hafa tekið höndum saman til að stöðva svindl svokallaðra saumaklúbba, að því er greint er frá á fréttavef hins danska systurblaðs Bergmálstíðinda, Bergmåletidende. Umræddir saumaklúbbar munu vera tilbúnir 'skúffuklúbbar' kvenfélags í Kaupmannahöfn.
Mun vera um að ræða að fólki er boðin aðild að klúbbum gegn því að mæta með randalínur og kleinur. Síðan mun bakkelsið hverfa og fólki vísað frá á þeim forsendum að það hafi ekki mætt með bakkelsi. Dönsku neytandasamtökin segjast hafa fyrir því áræðanlegar heimildir, að umrætt bakkelsi hafi síðan verið selt á Basar kvenfélagsins við Norrebro. Verði háttsemin ekki stöðvuð segjast samtökin munu höfða mál á hendur kvenfélaginu.
Svindl hjá sumarfrísklúbbum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.