Þekking Breta

Þegar forfeður nútíma Breta byggðu Stonehange, bjuggu þeir yfir mikilli þekkingu. Þeir kunnu að flytja stórgrýti um langan veg og hífa þau síðan upp. Ekki er enn vitað með vissu hvaða tækni þeir beittu þótt leiddar hafi verið að því líkur.

Einnig bjó þetta fólk yfir tæknilegum verkfærum eins og öxum og hnífum.

Engar höfðu þeir þó appelsínurnar. Hefðu þeir fengið appelsínur hefði þeim líklega fyrst af öllu dottið í hug að skera þær sundur, til að komast í innihaldið. Það er mun fljótlegra og snyrtilegra en að standa í afhýðingu.

Því miður virðist þekking fornbreta í meðferð hnífa hafa glatast, rétt eins og þekking þeirra á meðferð stórgrýta til mannvirkjagerðar.


mbl.is Mega ekki vera að því að afhýða appelsínur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant tenging.

En veistu, ég er ógeðslega forvitin um Stonhenge.  Ætli nornirnar hafi hist þar?  Muahahha, ég vildi að ég gæti séð aftur í tímann.

Ójá

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband