Miðvikudagur, 4. júní 2008
Heimsk rannsókn
Hér er væntanlega átt við vitsmuni, þegar talað er um gáfur. Gáfur eru svo víðtækt hugtak.
Eru það vitsmunagáfur eða aðlögunarhæfileiki skepna að læra að lifa samkvæmt umhverfi sínu?
Er hægt með svona rannsókn að setja samasemmerki milli 'gáfna' og lífslíka?
Ekki kemur fram í fréttinni í hverju skilyrðingarnar fólust sem flugurnar lærðu að laga sig að.
Ef við teljum til skilyrðingar sem hópar fólks hafa þurft að laga sig að og setjum í samhengi við lífslíkur, getum við fyrst nefnt þræla. Þrælar þurfa að laga sig að mjög skilyrtum lífsaðstæðum. Fólk almennt sem lifir við harðræði og í ótta. Fólk sem er meira og minna haldið streitu og ótta við að gera rangt og vera refsað. Það fólk er alls hvorki heimskara né gáfaðra en annað fólk, en geldur fyrir stöðu sína. Andlegt ástand hefur áhrif á hið líkamlega. Er skrýtið að fólk sem lifir við slíkar aðstæður lifi e.t.v. skemur en þeir sem eiga áhyggjulaust og notalegt líf? Ég held ekki. Ætli sama eða svipað gildi ekki um blessaðar flugurnar? Þegar þær eru neyddar til að lifa öðruvísi en þeim er eðlislægt.
Mér finnst alltaf jafn þreytandi að heyra af svona kjaftæðisrannsónkum.
Ég er hvorki þræll né líf mitt skilyrt af neinum, nema skattinum kannski. Merkir það að ég sé heimskur?
Heimskar flugur lifa lengst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
vitanlega eiga menn að vísa í rannsóknina sem þeir fjalla um.
ég er samt sammála þér að hér er það túlkunin sem er í ólagi. þó er óvíst hvort sú túlkun er fréttamannsinns eða rannsóknarmannanna sjálfra.
Brjánn Guðjónsson, 5.6.2008 kl. 00:19
Í fréttinni stendur þetta:
"Það borgar sig ekki að vera vel gefinn, og það er rétt sem sagt er, að sælir eru fáfróðir."
Nú ætla ég að uppljóstra því að ég er fáfróð um það hvaðan þetta "sælir eru fáfróðir" kemur.
Man ekki eftir að hafa nokkurn tímann heyrt þetta eða séð áður.
Ekki er þetta úr Fjallræðunni svo mikið er víst en þar er eins og flestir vita talað um að hinir og þessir séu sælir. ;)
Þórhildur (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 00:33
ég held að þeir sem gerðu rannsóknina séu alsælir
Brjánn Guðjónsson, 5.6.2008 kl. 00:37
"sælir eru fáfróðir" er sennilega bara enska orðatiltækið "ignorance is blizz" þýtt á fornmálið.
ívar (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 01:48
"Sælir eru fáfróðir" gæti verið vísun í "sælir eru fátækir í anda því þeirra er himnaríki" en þetta á Jesús að hafa sagt. Þetta hefur verið túlkað svo að þeir sem ekki binda sál sína efnislegum hlutum eru "fátækir í anda" og því líður þeim vel, en þeir sömu túlku orð Jesús um himnaríki sem ástand í þessu lífi, en ekki stað "á himnum".
Að vera "fátækur í anda", varpa frá sér efnislegum gæðum (eða láta það ekki hafa "slæm" áhrif á sig) osfr. hefur verið boðað af mörgum, í ýmsum hlutum heimsins og á ýmsum tímum, t.d. af indjánum ameríku, af Lao Tze (Kína), Búdda (Indalandi) og Pýþagoras (Milotes), og þessir þrír voru allir uppi á mjög svipuðum tíma.
Kveðja
Benedikt Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.