„Stór áfangi í náttúruvernd"

Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar fór fram við formlega athöfn í Skaftafelli í dag. Stofnun hans felur ekki einungis í sér yfirlýsingu um verndun hans, heldur hefur einnig verið ráðinn þjóðgarðsvörður, Þorlákur Snæhólm.

Þorlákur segir, í samtali við fréttaritara Bergmálstíðinda á Höfn, að með ráðningu sinni hafi ríkið sýnt fyrirhyggju. Ekki sé tryggt að jeppalið og annar lýður spæni ekki upp allt nema öflugt eftirlit verði á staðnum. Hann hafi áratuga reynslu af þjóðgarðavörslu, bæði í Þýskalandi og á Spáni. „Enginn mun komast upp með neitt kjaftæði“ bætir Þorlákur við.

Umhverfisráðherra segir þetta heillaskref. Reyndar notist Þorlákur við Land Rover bifreið í starfi sínu, sem ekki geti talist umhverfisvæn, en að sé nú unnið að fá rafknúna gerð hingað til lands.

Ráðherra segir stofnun þjóðgarðsins vera mikilvæga fyrir náttúruvernd, sem og ferðamannaiðnaðinn. „Þjóðgarðurinn mun hreinlega soga ferðamenn hingað til lands“ segir ráðherra. „Það mun reyndar kosta aukna flugumferð, með tilheyrandi losun á kolefnis tvíoxíði og nitrat oxíði, en við munum bæta það upp með rafbílnum hans Láka Land Rover“ segir ráðherra að lokum.


mbl.is „Stór áfangi í náttúruvernd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Kom við í Skaftafelli fyrir örfáum árum eftir að ekki hafa komið við í fjölda ára. Var svo vitlaus að halda að ég gæti gengið að gagnlegum hlutum í versluninni en fann aðallega lyklakippuglingur. Geri ráð fyrir að slíkt aukist með auknum ferðamannastraumnum sem varla eykur á náttúruverdina.

Ólafur Þórðarson, 7.6.2008 kl. 20:40

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, enda fyrirsjáanlegur skortur á lyklakyppum erlendis. því ættu Íslendingar að hugsa sér gott til glóðarinnar.

Brjánn Guðjónsson, 7.6.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband