IRC

Ég man ţá tíđ, er IRC (Internet Relay Chat) var fullt af lífi. Ţá er ég ađ tala um íslensku rásirnar. Erlendar rásir eru flestar enn lifandi.

Ég kynntist IRC fyrst áriđ 1994. Ég hef reyndar aldrei endst ţar lengi í einu en hef litiđ ţar inn öđru hvoru gegn um tíđina. Nú virđist IRC (íslenskar rásir) hinsvegar vera orđiđ samansafn fólks í ţagnarbindindi. Ég hef reyndar sjaldan básúnađ mikiđ ţar, en fylgst međ umrćđunum og tekiđ ţátt, finnist mér umrćđurnar áhugaverđar.

Ég hef prófađ nokkrum sinnum í vetur ađ tengjast og veriđ tengdur í nokkra tíma í senn. Ég sé stóra breytingu á. Nú er fólk ekki lengur ađ spjalla á opnum rásum. Líklega er allt spjall bara prívat spjall, milli tveggja einstaklinga.

Ég prófađi ađ tengjast fyrir ca 2 tímum og opnađi 8 spjallrásir. Á ţessum tíma hefur ekki kjaftur sagt rassgat, á opinni rás.

En svona fyrir ţá sem ekki ţekkja til er IRC spjallkerfi, sem á uppruna sinn á finnsku BBS (Bulletin Board Service) sem voru algeng áđur en internetiđ varđ almennt. Síđan komu Billi (Gates) & Co og bjuggu til MSN spjallforritiđ, sem hefur í raun ţann eina kost umfram IRC ađ ţar getur mađur stjórnađ hverjir geta spjallađ viđ ţig og hverjir ekki (contact list) en vantar opnar spjallrásir (spjallherbegi međ mörgum notendum), sem IRC hefur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

IRC er algjörlega lokađur heimur fyrir mér.  Ég held ađ ég haldi ţví ţannig.  Er búin ađ eyđa út MSN-inu mínu, ég ákvađ nefnilega ađ ég nenni ekki ađ standa í samskiptum međ ţví ađ slá á lyklaborđiđ.  Ég hringi í stađinn.

Sunnudagskveđjur til ţín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 10:53

2 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

nú, hćtta ađ blogga ţá? 

Brjánn Guđjónsson, 8.6.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Ég er irkkari og hef veriđ ţađ í rúm 7 ár,  ég logga bara finnskar rásir til ţess ađ lćra finnsku.  Irknetiđ er ágćtlega virkt, allavega á #finland ţar tala allir saman á rásinni.  Svo er ég á Dalnetinu líka, ţar eru fáir frá Evrópu.  Svo er alveg hćgt ađ loka á allt prívat tal, og loka á ákveđin nick og lönd.  Ţađ er allt hćgt á irkkinu í dag   Ég tala yfirleitt aldrei prívat á irkinu, bara á rásum.   Litli bróđir minn er irklögga og hefur hann kennt mér ýmislegt

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 10.6.2008 kl. 02:59

4 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

ég átti viđ ađ á MSN er lokađ á alla, nema ţú setjir ţá á listann ţinn. ţađ er öfugt á irc.

já, fullt af spjalli á írc en íslensku ircnet rásirnar eru orđnar alveg dauđar

Brjánn Guđjónsson, 10.6.2008 kl. 09:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband