Nýtt móttökulag á slysadeild

Þeir sem hafa þurft að nýta sér þjónustu slysadeildar kannast við að hafa þurft að bíða ansi lengi eftir afgreiðslu. Á álagstímum hefur deildin ekki undan að sinna sjúklingum og því getur orðið þröng á þingi á biðstofunni. Það er því fagnaðarefni að með haustinu mun slysadeildin taka upp skemmtilega nýjung. Nýtt móttökulag.

Þorleifur Njálsson, sérfræðingur á slysadeild, segir þetta spennandi tilraunaverkefni. „Það hefur gjarnan verið óbærilegt að vera á biðstofunni um helgar. Sérstaklega um nætur“ segir Þorleifur. „Þá er saman komið fólk í alls kyns ástandi og hver að syngja sitt lag. Það vill verða eins og í fuglabjargi. Nú verður bara eitt móttökulag og mun harmonikkuleikari ávallt vera á staðnum, til undirleiks.“

Fyrir valinu varð lagið Komdu í kvöld inn í kofann til mín. Það verður spennandi að sjá, er á reynir, hvort samsöngur hins nýja móttökulags muni stytta biðtímann eða í það minnsta stytta sjúklingum stundir.


mbl.is Breytingar á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HJÚK!!  þá á mér ekki eftir að leiðast, eins og þú veist Brjánn þá er það mitt annað heimili, fer samt að vona að ég sé hættur þessum heimsóknum þangað.  kostar nú sitt að fara þangað í heimsókn. en það er gott að vita að það sé kominn almennileg tónlist þegar maður er að bíða þar í marga klukkutíma. og eins og alltaf er Bergmálstíðindi fyrstir með frétirnar.

steini tuð (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 13:13

2 identicon

Verður það sami harmonikuleikarinn og er að slá í gegn í jarðarförum út um allt land með slagaranum "Komdu og skoðað'í kistuna mína"?

Lára (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband