Laugardagur, 14. júní 2008
Einu sinni var
Já, Franskir þættir sem Sjónvarpið er að sýna. þessir þættir voru áður sýndir kring um 1980.
Þá var ég stráklingur og hafði mjög gaman að þessum þáttum, sem og allir vinir mínir. Flott hjá Sjónvarpinu að endursýna þá. Hvers vegna er samt búið að endurtalsetja þá? Hvar er Guðni Kolbeins, sem snilldarlega las inn á þættina áður? Ég er ekki að setja út á nýju talsetninguna, sem slíka. Hún er ágæt, en hvers vegna var endurtalsett?
Svo var líka miklu flottara þegar litli skrattinn sagði 'já foringi' heldur en 'já stjóri'
Athugasemdir
Aldrei séð þá þessa. Hef verið hamingjusalega blásaklaus af því búandi í Gautaborg.
Jájá og góðan daginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2008 kl. 10:57
vÞú verður að sjá þessa þætti, Jenný. þeir eru snilld
sýna mannkynssöguna á svo skemmtilegan hátt
Brjánn Guðjónsson, 14.6.2008 kl. 12:51
Sammála, það verða allir að sjá þessa þætti, þeir eru frábærir. Ég er ekki búin að sjá þessa endursýningu og segi eins og þú - framlag Guðna Kolbeinssonar til þeirra var stór hluti af gæðunum. Guðni er ekki aðeins stórfínn þýðandi heldur fer hann alltaf mjög vel með lesturinn og leikinn líka - enda faðir besta leikara þjóðarinnar fyrr og síðar, Hilmis Snæs.
Horfa, Jenný - helst með litlu dúllurössunum þínum!
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.6.2008 kl. 12:59
Guðni kenndi mér eitt sinn Íslenku, hann er snillingur. ég segi það og skrifa
Brjánn Guðjónsson, 14.6.2008 kl. 13:34
Sammála þér Brjánn! Ég settist niður um daginn fyrir framan imbann en varð drullusvekktur yfir þessari breytingu. Þeir hjá sjónvarpinu hafa trúlega haldið að með þessu yrði meira áhorf.
Himmalingur, 14.6.2008 kl. 13:56
Þetta er auðvitað bara skandall og ekkert annað. Stór hluti af þessum þáttum er einmitt talsetning Guðna Kolbeins. Var einmitt stödd í veiðihúsi um daginn þar sem hann var meðal gesta, fékk eiginlega sjokk að fatta að það var alvöru maður á bak við þessa rödd sem maður ólst upp við í gegnum sjónvarpið!
Hann vildi meina að karlar drykkju minna áfengi í veiðiferðum þegar konan væri með í för - notaði dásamlegt orð yfir slíkar konur: Sprittbremsur! hahaha snilld
Lára (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 15:42
ég er sko alveg sammála þér með þessa þætti, börnin bín vilja alltaf horfa á þetta og hafa gaman af. ég kíkti á einn þátt með þeim um daginn og var sko illa svektur að lestur og leikur Guðna skula ekki enn vera notað við þessa þætti, það var algjör snilld, enda held ég að það hefi verið einn af fyrstu talsetningum fyrir börn í sjónvarpi. ég er algjörlega sammála þér Brjánn að það var mikið flottara þegar hann sagði "já foringi" eða "FORINGI FORINGI" BARA ÆÐISLEGT!!
Steini Tuð (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 16:20
snillingur!
sprittbremsur say no more
Brjánn Guðjónsson, 14.6.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.