Af Bóbó og föðurbetrungum

Við Bóbó sitjum og horfum á leikinn með öðru og bloggum með hinu. Bóbó er með spegil hangandi í búrinu sínu og virðist leggja sig allan fram um að snúa honum við þannig að spegillinn snúi út, úr búrinu. Ekki veit ég hvort hann sé haldinn minnimáttarkennd og þoli ekki að sjá spegilmynd sína, eða hvort hann vilji fá 'hinn páfagaukinn' út úr búrinu. Ég á eftir að ræða þetta við Bóbó.

Var að kíkja á Florida blogg föðurbetrunganna. Þau eru komin heilu og höldnu þangað. Búin að fá blæjubíl og skella sér í sund. Allt eins og það á að vera Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Bóbó á greinilega við sama vandamál að stríða og meirihlutinn í RVK. Ég veit því miður ekki hvort þetta er læknandi, en þessu má víst venjast!!

Himmalingur, 14.6.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Með kveðjur frá Bördí Jennýjarsyni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Tiger

Er Bóbó bara strax kominn með rugluna - og ekki búinn að vera lengi hjá þér???

Ussuss ... hann á eftir að verða all hress í máli þegar liðið þitt snýr aftur úr sólinni - í sólina hér. Vonum bara að hann verði ekki farinn að boxa fólk og fleira. Þú boxar hann ekki - er það nokkuð - bara ræðir við hann like a man to ... eh .. bird.??

Gott að heyra að liðið þitt er kátt og komið á sportara, vona að þau eigi yndislegt frí. Knús á þig kallinn og hafðu það ljúft en misstu þig ekki við gaukinn þó hann verði ekki sammála þér þegar þið farið að ræða saman.

Tiger, 14.6.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mér líkar strax við við Bóbó

Heiða Þórðar, 15.6.2008 kl. 10:16

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

við Bóbó erum ávallt á sama máli. allavega túlka ég ávallt tíst hans þannig

Bóbó er ekki mikill boxari, en það virðist pirra hann þegar ég pikka í tærnar hans. þá reynir hann að bíta í puttann en boxar ekki.

Brjánn Guðjónsson, 15.6.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband