Ráðherra í opinberri heimsókn

Björn Bjarnarson ráðherra er staddur í opinberri heimsókn á Skaga. Hefur hann heimsótt bændur og búalið og jafnframt skoðað æðavarpið. Björn hreifst mjög af æðavarpinu og ákvað að prófa að liggja á í nótt.

Bergur bóndi, að Hrauni, segir þessa heimsókn ráðherra hafa tekist framar vonum. „Aldrei grunaði mann að liðið að sunnan kynni að liggja á“ segir Bergur og finnst greinilega mikið til koma um tilþrif ráðherrans. „Ég hugsa ég bjóði honum með mér í fjósið á morgun. Nú standa nefnilega yfir sæðingar hér“ segir Bergur að lokum.

Heimsókn ráðherra lýkur á morgun.

Ísbjörn er nú við bæinn Hraun á Skaga.

Björn var kampakátur á Hrauni í dag.


mbl.is Ísbjörn í æðarvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hér er engu logið til um nöfn að minnsta kosti.  ÓMÆGODD ég hlæ eins og fífl.  Ég er reyndar í einu útdregnu hláturskasti. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 21:08

2 identicon

Masterclass! Kveðjur frá doktornum.

dr. Eiður Kristmannsson, cand.allt (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður!    

Jóhann Elíasson, 16.6.2008 kl. 23:53

4 identicon

hahaha, ég skal alveg segja þér að ég er endanlega hætt að fara í útivistarferðir út á skaga með krakkana mína en við gerðum mikið af því áður en ísbirnir fóru að nema hér land í fleirtölu...ég er bókstaflega í áfalli yfir þessu...

...ég frétti að Björn væri búinn að panta dúnsæng frá Hrauni.

alva (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 00:55

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það er ekki verra að fá bevís alfræðings hér

Brjánn Guðjónsson, 17.6.2008 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband