Mánudagur, 16. júní 2008
Ráðherra í opinberri heimsókn
Björn Bjarnarson ráðherra er staddur í opinberri heimsókn á Skaga. Hefur hann heimsótt bændur og búalið og jafnframt skoðað æðavarpið. Björn hreifst mjög af æðavarpinu og ákvað að prófa að liggja á í nótt.
Bergur bóndi, að Hrauni, segir þessa heimsókn ráðherra hafa tekist framar vonum. Aldrei grunaði mann að liðið að sunnan kynni að liggja á segir Bergur og finnst greinilega mikið til koma um tilþrif ráðherrans. Ég hugsa ég bjóði honum með mér í fjósið á morgun. Nú standa nefnilega yfir sæðingar hér segir Bergur að lokum.
Heimsókn ráðherra lýkur á morgun.
Björn var kampakátur á Hrauni í dag.
Ísbjörn í æðarvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér er engu logið til um nöfn að minnsta kosti. ÓMÆGODD ég hlæ eins og fífl. Ég er reyndar í einu útdregnu hláturskasti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 21:08
Masterclass! Kveðjur frá doktornum.
dr. Eiður Kristmannsson, cand.allt (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 22:22
Góður!
Jóhann Elíasson, 16.6.2008 kl. 23:53
hahaha, ég skal alveg segja þér að ég er endanlega hætt að fara í útivistarferðir út á skaga með krakkana mína en við gerðum mikið af því áður en ísbirnir fóru að nema hér land í fleirtölu...ég er bókstaflega í áfalli yfir þessu...
...ég frétti að Björn væri búinn að panta dúnsæng frá Hrauni.
alva (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 00:55
það er ekki verra að fá bevís alfræðings hér
Brjánn Guðjónsson, 17.6.2008 kl. 04:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.