Föstudagur, 20. júní 2008
Ólafur laxerar
Ólafur Markússon, sveitarstjóri, átti í morgun fyrstu laxeringu sumarsins. Það átti sér stað neðst við Elliðaárnar. Lagði sveitarstjóri niður ábreiðu og laxeraði á hana einhverju blörruðu.
Sveitarstjóri hóf daginn samkvæmt venju upp úr sjö, með því að sporðrenna maðki við Sjávarfoss, með á annan tug áhorfenda á bakkanum. Það skilaði engum árangri og þá var haldið niður á ábreiðuna. Síðan var ábreiðan hvíld til klukkan átta er Ólafur mætti aftur ásamt fylgdarliði, og þá var laxerað í þriðja sinn. Einn áhorfendanna gein við maðkinum sem var kominn á ábreiðuna eftir snarpa viðureign.
Þessi laxering er tileinkuð 75 ára afmæli Manga Sig apótekara, frænda míns, sem hefur útvegað mér eðal laxerolíu til margra ára sagði Ólafur, en þess má geta að Markús Ólafsson, faðir sveitarstjóra, var á sínum tíma formaður Apótekarafélags Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Ólafur veiddi fyrsta laxinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 13:23
Omgooood .. aldrei myndi ég borða lax - hvað þá laxerolíu! Hahaha ...
Brilljant hjá þér Boxari góður, eins og alltaf - þú slærð aldrei feilnótu - ekkert högg fer framhjá, enda kappinn góðglaður boxari með meiru!
Hafðu ljúfa helgi minn kæri og gerðu nú eitthvað almennilegt af þér sem þú getur bloggað um eftir helgina ... *glott*.
Tiger, 20.6.2008 kl. 13:51
takk fyrir Tígri minn kæri. ég verð að gera það. hef verið afspyrnu latur í blogginu þessa vikuna.
Brjánn Guðjónsson, 20.6.2008 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.