Fimmtudagur, 26. júní 2008
Stefnir í verkfall
Stefnir Sigurðsson, fiskmatsmaður, hefur boðað verkfall frá og með mánudegi komi frystihúsið á Bíldudal ekki til móts við kröfur hans um lengingu kaffítíma. Kaffitímar í frystihúsinu eru tveir. Báðir fimmtán mínútna langir. Sá fyrri frá klukkan 09:45 til 10:00 og sá síðari frá 15:30 til 15:35. Stefnir hefur farið fram á lengingu hvors þeirra um sig um fimm mínútur.
Frystihússstjórinn á Bíldudal segir það af og frá að kaffitímar Stefnis verði lengdir og því stefnir allt í að Stefnir fari í verkfall eftir helgi.
Stefnir í verkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Facebook
Athugasemdir
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.6.2008 kl. 15:57
Góður!
Óskar Arnórsson, 26.6.2008 kl. 17:02
Ég er nú ekki hissa þó að Stefnir stefni í verkfall, því að hann er greinilega hlunnfarinn með því að seinni kaffitíminn hans, 15 mín, er frá kl. 15:30 til kl. 15:35. Er þsð furða þó að hann æsi sig aðeins!
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:46
sleggjudómari. þetta er ritvilla blaðamanns Bergmálstíðinda. sá hinn sami hefur þegar verið rekinn.
Brjánn Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.