Föstudagur, 27. júní 2008
Típískt
Ég verð seint talinn bílaáhugamaður. Hef reyndar bloggað um bílaáhuga minn áður. Þrátt fyrir það geri ég sjálfur við bílinn minn. A.m.k. svo lengi sem ekki þarf að rífa sundur vélina. Hef sett mörkin þar. Fyrir 21 ári vann ég sem léttadrengur hjá bróður mínum, sumarlangt, sem þá rak bifreiðaverkstæði. Þar lærði ég sitt lítið af hverju sem ég bý enn að. Því er það þannig að þurfi að gera við bremsudælu, skipta um bremsuklossa eða borða. Skipta um dempara, stýrisenda eða spindla, eða annað smálegt, þá geri ég það sjálfur. Einfaldlega vegna þess ég kann það og get. Yfirleitt er málið einungis spurning um hyggjuvit, rétt verkfæri og aðstöðu.
Bílinn minn fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir. Ég hef átt hann í tæp fjögur ár og hefur hann þjónað mér vel og dyggilega. Eins og með öll önnur mannanna verk, þarf að halda honum við. Nú er svona eitt og annað smálegt sem þarf að gera fyrir hann áður en ég fer með hann í skoðun. Pínulítið gat komið á olíupönnuna, sem vinur minn ætlar að sjóða í. Svo er löngu kominn tími á að gefa honum nýja afturdempara. Ég fór í umboðið áðan og keypti handa honum nýja dempara, olíusíu og nýtt númersljós.
Í gær fór ég í verkfærabúð að kaupa smáræði sem mig vantaði til að geta unnið verkin. Gormaþvingur fyrir demparaskiptin, búkka og ljósahund. Já ég sé ekki nógu vel til við olíupönnuna nema hafa ljósahund.
Svo kom ég heim, renndi skrjóðnum í skúrinn og ætlaði að hefja verkið.
Nei! Eru þá ekki Ticino innstungur allsstaðar í skúrnum og ég kem ekki ljósahundinum í samband!
Ég mundi eftir að hafa átt millistykki einhverntíma, en fann það ekki.
Semsagt. Varð að slútta öllu í kvöld út af innstungum! Er það ekki týpískt?
Á morgun þarf ég s.s. að græja millistykki. Þá fyrst er hægt að gera eitthvað.
Athugasemdir
Já það er ótúlegt hvað ein lítil innstunga aðe kló getur valdið miklu vandamáli,
En Brjánn, í gegnum tíðina hef ég komist að því að það er fátt sem að þú getur ekki klórað þig í gegnum, ég vildi að ég væri svona handlaginn eins og þú, ég get ekki sagt að ég sé handlaginn, enda kalla ég oft á þig þegar ég þarf aðsoð með að gera eitthvað sem kraft þess að maður sé handlaginn, sem að minnir mig á það! ég þar bráðum að fara að mála, hjálapr þú mér þá ekki, svona enn eitt málingar/bjór partýið heheheh
Steini tuð (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 20:14
já, ef við erum að tala um málningavinnu eins og síðast, er ég til
Brjánn Guðjónsson, 27.6.2008 kl. 20:27
10 ára já. Minn er að verða 18 og ég hef skipað honum það að eftir 18 geri hann við sig sjálfur og greiði allan kostnað!! Mikið óskaplega vildi ég að ég hefði "brains" fyrir bílaviðgerðum..
Óþolandi þessar ístölsu innstungur..
Hafðu góða helgi!!
alva (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 20:51
ítölsku, ætlaði ég nú að skrifa......bévitans gervineglur...
alva (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 20:52
af litlu eista, verður oft mikið mál
Brjánn Guðjónsson, 27.6.2008 kl. 20:53
ef þú átti við meiri drykkja minni vinna eins og síðast, já þá er það málið, en ef þú átt við svona eins og Þú og Valdi gerðuð þetta fyrir mig, þá NEI, þar var bara drykkja engin vinna, þið voruð dýrasta vinnuafl sem að ég hef haft heheheheh
Steini Tuð (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.