Mánudagur, 30. júní 2008
Dæmd fyrir tilraun til fjársvika
Ólöf Engilberts, bóndi að Vinstra-Horni í Landeyjum, var í dag dæmd í 35 daga stofufangelsi fyrir tilraun til fjársvika. Héraðsdómur suðurlands úrskurðaði.
Forsaga málsin er sú, að sveitungar Ólafar hafa nú í vor tekið eftir að fjármarki fjár þeirra hefur verið breytt á þann hátt að nú beri það mark Ólafar. Einnig hafa fundist geldar og magrar elliær Ólafar þar sem marki þeirra hefur verið breytt á þann hátt að svo sýnist sem þær séu í eigu annarra en hennar sjálfrar.
Ólöf játaði brot sín skýlaust og gaf þær skýringar á verknaðinum að vegna gífurlegra verðhækkana á fóðri hafi hún ekki haft efni á að fóðra fé sitt sem skyldi í vetur.
Dæmd fyrir tilraun til fjársvika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jahá, það er ekki sama fé og fé nema fé sé!
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.6.2008 kl. 14:40
Tvístíft aftan hægra og gagnbitað vinstra...
Gulli litli, 30.6.2008 kl. 15:36
Tja... var ekki kallinn hennar dæmdur fyrir fjárdrátt...:P
hann var víst fyrir eitt og annað af sínu sauðahúsi...
þetta er að breytast í stóra fjármálið...
101moi (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 22:14
Jamm sko - þegar beljurnar rata ekki lengur á básinn sinn - Næsta víst er að dýr hefur þessi fjárdráttur verið. það er alltaf einhver sem hefur áhuga á fé annarra, flestir láta þó féð í friði - á meðan aðrir draga féð í hús - sitt eigið hús.
Knús á þig kæri boxari og hafðu ljúfa viku framundan, alltaf gaman að kíkja á þig skottið mitt ...
Tiger, 1.7.2008 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.