Hugleiðing um ástina

Það var á þessum degi, 1. júlí, fyrir fáum árum að ég varð þeirrar gæfu að njótandi að kynnast ástinni. Oft hafði ég áður kynnst hrifningu, spennu, losta og hvaða nöfnum það kallast. Oft velti ég fyrir mér hvort það væri ást. Hvort ég væri ástfanginn eða ekki. Ég var aldrei viss. Það var ekki fyrr en ástin barði að dyrum sem ég gerði mér grein fyrir að það sem ég hafði upplifað áður var ekki ást. Ég vissi það þegar það loksins gerðist.

Tilfinningarnar sem ég upplifði voru vitanlega gífurleg hrifning/spenna/losti, en einnig óendanleg væntumþykja. Eins að þrátt fyrir að ég þekkti þessa konu lítið sem ekkert í upphafi, fannst mér eins og og hefði þekkt hana alla tíð og þótt við ættum fá sameiginleg áhugamál var einhver einstakur samhljómur milli okkar. Það var alveg sama hvað við gerðum saman. Jafnvel þegar við gerðum eitthvað sem ég hefði alla jafna ekki haft einasta áhuga á, fannst mér það alltaf gaman. Það skipti engu hvað var gert. Það var nándin sem skipti máli.

Ég er gífurlega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að upplifa ástina. Ég er alls ekki viss um að það sé algilt að fólk upplifi hana á lífsleiðinni.

Reyndar reyndist þessi ást ekki eilíf, í þeirri mynd sem hún var í upphafi. Fyrir því liggja ýmsar ástæður og eitrandi tilfinningar. Henni varð ekki við haldið. Þó ríkir gagnkvæm væntumþykja og vinskapur milli okkar enn.

Ég minnist þessa dags og þessa tíma hvorki með söknuði né eftirsjá, heldur með þakklæti. Ég er betri maður í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Vel orðuð og góð hugleiðing.

Anna, 1.7.2008 kl. 08:12

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ofboðslega fallega orðað Brjánn.  Mér finnst verst að þið eruð hætt saman. 

Anna Einarsdóttir, 1.7.2008 kl. 10:57

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

takk fyrir það Önnur og báðar

allt er þetta dýrmæt reynsla og veganesti í framtíðina og þess vegna af hinu góða

Brjánn Guðjónsson, 1.7.2008 kl. 11:03

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er ótrúlega falleg færsla.  Vona að sem flestir kynnist ástinni.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.7.2008 kl. 11:05

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það vona ég líka Nanna

Brjánn Guðjónsson, 1.7.2008 kl. 11:38

6 Smámynd: Tiger

 Alltaf jafn flottur á því ljúfi boxer. Satt hjá Nönnu, falleg færsla hjá þér. Svo satt að maður veit þegar ástin ber að dyrum en þegar það gerist þá á maður að grípa hana og reyna eftir mætti að halda í hana, hlú að henni og vökva hana öllum stundum. Svo sannarlega er ekki alltaf hægt að halda henni ferskri og eilífri, en ástin þroskar okkur og - eins og þú segir - gerir okkur að betri einstaklingum!

Ég er algerlega sammála þér þegar þú segir að maður líti til baka þakklátur frekar en annað - á þá stund er ástin sanna barði dyra. Dýrmætar stundir eru gerðar til að minnast síðar á lífsleiðinni, rétt eins og þú gerir hérna núna. Þú ert flottur kaddlur kæri box ..

Tiger, 1.7.2008 kl. 13:32

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það er líka mikilvægt að kunna að vera þakkláttur en ekki bara bitur vegna þess að maður fékk ekki meira.  Það sýnir mikin þroska.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.7.2008 kl. 13:41

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég þakka hlý orð í minn garð

Brjánn Guðjónsson, 1.7.2008 kl. 13:47

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Falleg stemmningsfærsla. Vonandi áttu eftir að upplifa þetta aftur, Brjánn... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.7.2008 kl. 15:05

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

takk Lára Hanna

Brjánn Guðjónsson, 1.7.2008 kl. 15:21

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef verið þarna og er enn.  Þakka hvern dag (eða þegar ég man eftir því, hehemm, maður er svo fljótur að líta á allt sem sjálfsagðan hlut).

Falleg frásögn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 17:16

12 identicon

Ástin er svo skrítin samt að hún getur líka verið sár, það getur verið sárt að elska þó að það sé æðislegt að vera ástfanginn.

homm-inn (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 18:15

13 Smámynd: Brattur

Flott Brjánn... samhljómur...óendanleg væntumþykja... nánd...allt gaman sem gert er saman... öll smáatriði verða yndisleg og skemmtileg...þetta er ást... og rétt hjá þér það eru ekki allir jafn heppnir að upplifa þetta... og maður á einmitt að vera þakklátur fyrir slíka reynslu...

Brattur, 1.7.2008 kl. 19:45

14 Smámynd: fellatio

 

fellatio, 1.7.2008 kl. 19:57

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ja hérna. Vissi eiginlega ekki að þú ættir þetta til. Falleg færsla. Þér tekst einhvern veginn að koma með sýn á þetta sem framkallar svona ''já einmitt'' viðbrögð hjá mér.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband