Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Úrskurður Óbyggðanefndar stendur
Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknað af kröfu Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Seltjarnarneskaupstaðar, Braga Sigurjónssonar, Orkuveitu Reykjavíkur og Þorsteins Hjaltested, um að felldur yrði úr gildi hluti úrskurðar Óbyggðanefndar í máli varðandi Stór-Reykjavíkursvæðið um þjóðlendu.
Eins og margir muna e.t.v. voru títtnefnd bæjarfélög og einstaklingar úrskurðuð sem þjóðlendur, enda þykir byggð innan þeirra vera svoddan ó-byggð. Það þýðir að ekki verður meira byggt í umræddum sveitafélögum nema með samþykki umhverfisráðherra. Sama á við um önnur afnot lands innan sveitafélaganna. Hvað varðar einstaklingana tvo, fer félagsmálaráðherra með úrskurðarvald um afnot af þeim.
Eiginkonur mannanna er um ræðir hyggjast ætla að höfða mál gegn ríkinu, þar eð þær telji sig hafa löggilda heimild, útgefna af þjóðkirkjunni, til óskertra afnota.
Úrskurður Óbyggðanefndar stendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vel orðað, en ættu ekki kellur að fara á óbyggðanefnd, en henni stendur að mér skilst............
dr. Eiður Kristmannsson, cand.allt (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 18:11
algjörlega
Brjánn Guðjónsson, 2.7.2008 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.