Föstudagur, 11. júlí 2008
Jahéddnahér!
Er það þá tilfellið? Manni virðist stundum fólk halda annað.
Allt of algengt er að fólk leggi ábyrgð á börnum sínum í hendur opinberra stofnana. Sumir mega ekki vera að því sjálfir, af ýmsum ástæðum.
Vitanlega eru dæmi þess að fólk þurfi að vinna myrkrana á milli til að eiga í og á sig og börnin sín. Svo eru aðrir sem eru of uppteknir við að drekka eða dópa og svo þeir sem mikilvægara finnst að koma sér upp flottum bílum og húsum, en að gera börnin sín að flottum einstaklingum.
Uppeldið á ábyrgð foreldra" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
og smá viðbót. það skiptir reyndar ekki mestu hve tíminn með börnunum er mikill, heldur hvernig honum er varið.
Brjánn Guðjónsson, 11.7.2008 kl. 15:11
Það er í lagi að vera reiður út í foreldra sem standa sig ekki en það má ekki bitna á börnunum. Skólar og yfirvöld mega ekki gefa út þau skilaboð að ábyrgðin sé ekki þeirra. Því hún er jú þeirra líka.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 15:40
Ábyrgðin getur aldrei orðið skólanna eða yfirvalda. Skólar eru ekki uppeldisstofnanir heldur fyrst og fremst menntastofnanir. Þannig að auðvitað er ábyrgðin á uppeldinu foreldrana. Enda er það þannig að skólar geta aldrei gert neitt nema með samþyki foreldra, að reyna að troða einhverri uppeldislegri ábyrgð á skóla og yfirvöld er fáránlegt.
Signý, 11.7.2008 kl. 15:54
Signý það er ekki rétt. Það eru til mjög veikir foreldrar sem geta ekki sinnt börnunum sínum. Skóli gæti t.d. tryggt börnum eina heita máltíð á dag, lækniseftirlit og annað sem skiptir óendalega miklu máli þegar börn standa ein gegn foreldrum sínum.
Við sem samfélag megum ekki fría okkur undan ábyrgðinni.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 15:58
Auðvitað er það til líka, en þá erum við líka farin að tala um allt, allt aðra hluti, og þar stíga skólayfirvöld og aðrir yfirleitt inni í. Þó ég vilji meiri að það megi vera betra, og gerast fyrr. En... uppeldishlutverkið verður samt aldrei á ábyrgð skólastofnanna.
En það sem verið er að benda á í þessari frétt er einfaldlega það að foreldrar verði að taka ábyrgð á börnum sínum. Ég stór efast um að allir þessir einstaklingar þarna í london sem labba um með hnífa stingandi mann og annan séu allt einstaklingar sem eiga veika, fátæka foreldra sem geta ekki séð fyrir börnunum sínum. Auðvitað er það líka en það er ekkert endilega einhver regla.
Þar fyrir utan verður ábyrgð foreldra á börnunum sínum ekkert minna þó að það sé einhver fátækt í gangi eða að börn séu meira og minna inn á einhverjum menntastofnunum, að ætla að reyna að fyrra foreldra ábyrgð bara útaf því gengur aldrei upp, þá getum við allt eins sleppt því að hafa foreldra og látið stofnanirnar bara um þetta alfarið...
Signý, 11.7.2008 kl. 16:05
Sko í fréttinni var talsmaður frá ríkisstjórninni sem vildi fría samfélagið frá öllum hnífastungunum í Bretlandi. Maður í slíkri stöðu má ekki gefast svona upp á ungu fólki sem hefur ekki góða foreldra.
Auðvita treystum við á að foreldrar standi sig og vonum það besta en við erum líka partur af ábyrgðinni. Foreldrar get t.a.m. ekki fylgst með hvað gerist í skólanum eða á öðrum stofnunum þar sem börn eru oft lengur heldur en á heimili sínu að staðaldri.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 16:15
Nei, en er maðurinn að gefast upp á þessum einstaklingum sem eiga ekki góða foreldra? Hvað þarf til að fallast undir þá skilgreiningu anyways? Ég hugsa að þeir foreldrar taki það til sín sem eiga það þegar maðurinn segir að foreldrar verði að taka ábyrgð. Það er nefnilega þannig að foreldrar eru mjög mikið farnir að stóla á menntastofnanir til þess að ala upp börnin og misskilja konseptið "menntastofnun" alveg hrikalega.
Enda er það yfirleitt þannig að þegar einhver "mál" koma upp, hverjum er þá kennt um fyrst? Er það ekki skólum og öðrum menntastofnunum? Er ansi hrædd um það...
Fólk þar einfaldlega að fara horfa aðeins yfir eigin garð og taka til í kringum sig, ég er pottþétt á því að ef fólk/foreldar/forráðamenn almennt myndu gera það þá myndi margt breytast... og þá er ég að tala um þá foreldra/forráðamenn sem eru "hæfir" samkvæmt öllum skilgreiningum þess orðs.
Forvarnirnar eiga að byrja inná heimilinu, ekki utan þess.
Signý, 11.7.2008 kl. 16:29
Ég er alveg sammála þér að mörgu leiti. Meina foreldrar eiga leggja sig eins og þeir geta til að ala börnin sín vel upp. Það er ekkert auðvelt og ekki alltaf auðvelt að sjá hvað er rétt og hvað er rangt og hvað þá hvernig eigi að kenna það og útskýra.
Kannski mætti bjóða upp á fleirri námskeið fyrir foreldra. Afhverju taka kennarar bara uppeldismenntun en foreldrar eru stikkfrí. Eins og uppeldi komi þeim ekki við?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 16:34
ágætur punktur, þetta með uppeldismenntunina.
nú býðst verðandi foreldrum einhver námskeið, en þau einskorðast við ungbarnaumönnun. mætti kannski útvíkka það, því uppeldið endar ekki þegar börnin fara að labba.
Brjánn Guðjónsson, 11.7.2008 kl. 16:53
Já og ég veit að skólar hafa verið að bæta við fyrirlestrum fyrir foreldra. Það er góð þróun finnst mér. Stundum er maður alveg lost.
Vinkona mín á einn sex ára sem kom heim og spurði; "hvað þýðir að láta taka mann í rassinn"
Hún svaraði einhverju um að það væri orðartiltæki sem....
Þá svaraði littli; "já og er maður þá hóra?"
Ykkur að segja er ekkert auðvelt að taka á spurningum sem þessum. Hvar heyrði strakurinn þetta? hver talar svona? afhverju og hversu mikið þarf hann að vita án þess að það skaði hans blygðunarkennd?
Þetta er ekkert alltaf auðvelt. Sumir foreldrar myndu henda stráknum inn í herbergi, aðrir láta sem þeir heyrðu ekki og snúa út úr, ég myndi halda að best væri að finna tíma til að ræða vel um þetta og vera vel undirbúin áður. Það eru eflaust mörg önnur ráð og hvað er rétt?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 17:02
Það er alveg rétt, ég held að við séum alveg sammála Nanna... eins ótrúlegt og það kann að hljóma, en allavega.
Það eru til alskonar foreldranámskeið í sambandi við uppeldi. Húgó Þórisson barnasálfræðingur veit ég að var allavega með einhver svona uppeldisnámskeið. Svo voru einhver fleiri en ég bara man ekki alveg í svipann.
En auðvitað ætti að vera til meira af svoleiðis, veit að námskeiðin hans Húgós voru mjög vinsæl og alltaf troðfullt á þeim þannig að þörfin og markaðurinn er til staðar...Signý, 11.7.2008 kl. 17:10
Er eitthvað sem heitir "rétt" í uppeldi barna? Ég hugsa að svo lengi sem maður getur útskýrt hluti fyrir börnunum sínum á því leveli sem þau skilja það og er bara hreinskilinn með það að þá sé maður nú bara í nokkuð góðum málum.
Ekki það að ég eigi börn, en ég vann á leikskóla nógu lengi til þess að vita það að lítil börn eru miklir heimspekingar og sjúga í sig allt sem maður segir og pæla mikið í því sem sagt er, þau skilja það ekkert endilega, en þá spurja þau líka og auðvitað á maður að svara þeim eftir bestu getu. Meira er ekki hægt að ætlast til af einni manneskju.
Það getur líka oft verið alveg ótrúlega gaman að spjalla um alskonar "alvarlega" við börn, fara út í einhverjar pælingar, á þeirra leveli. Það getur bara leitt til einhvers góðs.
Það þarf ekkert að fara út í einhverjar grafískar lýsingar á orðtakinu "að vera tekinn í rassgatið" við 6 ára gamalt barn. En er eitthvað að því að segja bara að það sé stundum sagt þegar það er verið að fara illa með einhvern? En að þetta sé samt eitthvað sem maður ætti ekki að segja t.d... Því það er þannig sem við notum oft þessa setningu oft.
En hvað veit ég, auðvitað er það að vera foreldri erfiðasta hlutverkið sem maður fær, og það veit enginn allt...
Signý, 11.7.2008 kl. 17:44
Auðvita fer maður ekki í grafískar lýsingar en mér finnst samt kjörið tækifæri þegar svona samræða kemur upp að tala um líkaman og virðingu við hann. Það má einnig nota þetta til að ræða um virðingu við aðra, maður notar ekki svona ljót orð og afhverju ekki.
Það er kannski ekkert rétt en það er fullt rangt, svo mikið er vístNanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 18:20
Ég er 6 barna móðir og hef ég reynt að ala börnin mín upp frá blautu barnsbeini. Umsagnir sem ég hef fengið frá skólanum eru allar á einn veg, hún er ljúfur og góður nemandi Hann er alltaf kurteis og prúður, o.s.f. Mín börn koma ágætlega uppalin í skólann, og hafa alltaf sýnt kurteisi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.7.2008 kl. 03:07
Gott hjá þér Jóna, flestir foreldrar gera sitt besta en því miður á það ekki við um alla.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.7.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.